Hannes í lágflugi Stjónarmaðurinn skrifar 14. janúar 2015 09:00 Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira