Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að Íslendingar eigi að tala fyrir fjölbreytni í skoðunum og trúarbrögðum. Fréttablaðið/Pjetur „Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00