Lífið

Opna nýja kaffivinnusmiðju

Tumi Ferrer hjá Reykjavík Roasters
Tumi Ferrer hjá Reykjavík Roasters Vísir/Ernir
Kaffihúsið Reykjavík Roasters opnar nýtt kaffihús í Brautarholti í lok febrúar. Þar verður góð aðstaða fyrir kaffiáhugafólk að koma á vinnusmiðjuna #betrakaffiheima.

„Þetta verður mun stærra kaffihús og tekur mun fleiri í sæti en á Kárastígnum,“ segir Tumi Ferrer, einn eigenda Reykjavík Roasters. „Það sem verður okkar helsta viðbót er kennsluaðstaðan sem við fáum, sem var það sem okkur vantaði. Þarna geta kaffiáhugamenn komið á vinnusmiðjuna, hvort sem það er einstaklingur eða hópar og lært allt um kaffi. Fólk fær að leika sér með kaffi, uppskriftir, aðferðir og leiðir námskeiðið svolítið sjálft,“ segir Tumi.

Kaffinámskeiðið #betrakaffiheima er þróað af þeim Þuríði Sverrisdóttir, sem er ein af eigendunum, og Íris Neri Gylfadóttir kaffibarþjóni. „Þær þróuðu þessa vinnusmiðju eftir námsferð til Grikklands. Þær vildu brjóta upp þetta hefðbundna námskeiðsform með fyrirlestrum og sýna almenningi skref fyrir skref hvað kaffiheimurinn hefur upp á að bjóða,“ segir Tumi.

Reykjavík Roasters hefur undanfarið skapað sér nafn í kaffibransanum hér heima, en starfsmenn rista og pakka öllu kaffi sjálfir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×