Innlent

Staða námsráðgjafa fullmönnuð

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segist ánægður með að búið sé að fullmanna stöðu námsráðgjafa sem mun sinna föngum sem vilja stunda nám.
Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segist ánægður með að búið sé að fullmanna stöðu námsráðgjafa sem mun sinna föngum sem vilja stunda nám. vísir/gva
Staða námsráðgjafa sem sinnir föngum á Suðurlandi er nú fullmönnuð. Fjallað var um niðurskurð í málaflokknum í desembermánuði á síðasta ári þegar staða námsráðgjafa sem sinnir sérstaklega föngum sem stunda nám, var síðasta haust skorin niður úr 100 prósent stöðu í 50 prósent.

Niðurskurðurinn hafði mikil áhrif á gæði náms fanga. Brotinn námsferill fanga krefst oft greiningar og menntunarstaða íslenskra fanga er verri en annars staðar á Norðurlöndum.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar 2008 kom fram að námsárangur fanga hafði batnað töluvert á milli ára og var það rakið til starfs námsráðgjafa sem þá starfaði í fullri stöðu. Mælti Ríkisendurskoðun með því að hlúa að því fyrirkomulagi til frambúðar. Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segir ánægju með fyrirkomulagið og segir algjört grundvallaratriði að menn hafi góðan kost á námi eða vinnu meðan þeir afplána dóm sinn.

„Menn eru betur undirbúnir til þess að taka þátt í samfélaginu. Hvort sem það er að læra að lesa og skrifa eða fara í háskólanám.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×