Aron Kristjáns: Það verður öllu fórnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 06:30 Aron og strákarnir eru úr leik með tapi. vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Danmörku. Aron er í dag þjálfari Danmerkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köflum en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og einbeitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dagsformið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálmarsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður tilkynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00