Dýpkun Landeyjahafnar hefur kostað 1,1 milljarð ingvar haraldsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 „Þetta er miklu meira en reiknað var með,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, um kostnað við dýpkun Landeyjahafnar. Frá því höfnin var opnuð um mitt ár 2010 hefur 1,1 milljarði króna verið varið til dýpkunarframkvæmda.Dæling farið 8-10 sinnum framúr áætlun Í rekstraráætlun sem gerð var þegar ákveðið var að byggja höfnina var miðað við að dæla þyrfti upp 30 þúsund rúmmetrum af sandi á ári. Sigurður segir þó að þegar höfnin var kynnt hafi verið gert ráð fyrir að magnið gæti orðið tvöfalt til þrefalt meira. Raunin hefur verið sú að dæla hefur þurft upp milli 250 og 300 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni á ári síðastliðin ár. Því hefur þurft að dæla átta til tíu sinnum meira af sandi en gert var ráð fyrir í upphafi. Sigurður segir að í þessum reikningum hafi verið gert ráð fyrir nýjum Herjólfi sem risti ekki eins mikið. „Mesti munurinn á áætlun og því sem reyndin varð felst í að dýpka þarf mikið meira fyrir Herjólf en nýja ferju.“Skilningur á sandburði takmarkaður Þá segir Sigurður að horfast verði í augu við að skilningur manna á sandburði sé ófullkominn og því hafi alltaf verið gert ráð fyrir skekkju í útreikningunum. Nýr Herjólfur sem nú er á teikniborðinu á að rista 2,8 metra en dýpið í hafnarmynni Landeyjahafnar er nú 2,6 metrar. Sigurður segir þó að ferjan gæti siglt um höfnina á flóði. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forsendu fyrir smíði nýs skips vera að vandi Landeyjahafnar verði leystur. „Það er engin ástæða til þess að smíða nýtt skip fyrr en menn eru búnir að ákveða að laga höfnina,“ segir Ásmundur. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Þetta er miklu meira en reiknað var með,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, um kostnað við dýpkun Landeyjahafnar. Frá því höfnin var opnuð um mitt ár 2010 hefur 1,1 milljarði króna verið varið til dýpkunarframkvæmda.Dæling farið 8-10 sinnum framúr áætlun Í rekstraráætlun sem gerð var þegar ákveðið var að byggja höfnina var miðað við að dæla þyrfti upp 30 þúsund rúmmetrum af sandi á ári. Sigurður segir þó að þegar höfnin var kynnt hafi verið gert ráð fyrir að magnið gæti orðið tvöfalt til þrefalt meira. Raunin hefur verið sú að dæla hefur þurft upp milli 250 og 300 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni á ári síðastliðin ár. Því hefur þurft að dæla átta til tíu sinnum meira af sandi en gert var ráð fyrir í upphafi. Sigurður segir að í þessum reikningum hafi verið gert ráð fyrir nýjum Herjólfi sem risti ekki eins mikið. „Mesti munurinn á áætlun og því sem reyndin varð felst í að dýpka þarf mikið meira fyrir Herjólf en nýja ferju.“Skilningur á sandburði takmarkaður Þá segir Sigurður að horfast verði í augu við að skilningur manna á sandburði sé ófullkominn og því hafi alltaf verið gert ráð fyrir skekkju í útreikningunum. Nýr Herjólfur sem nú er á teikniborðinu á að rista 2,8 metra en dýpið í hafnarmynni Landeyjahafnar er nú 2,6 metrar. Sigurður segir þó að ferjan gæti siglt um höfnina á flóði. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forsendu fyrir smíði nýs skips vera að vandi Landeyjahafnar verði leystur. „Það er engin ástæða til þess að smíða nýtt skip fyrr en menn eru búnir að ákveða að laga höfnina,“ segir Ásmundur.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira