Höfnin lokuð í 16 mánuði á fjórum árum 31. janúar 2015 12:00 Landeyjahöfn og Markarfljót Sandburður lokar ítrekað höfninni og það leiðir af sér fleiri ferðir til Eyja frá Þorlákshöfn.Fréttablaðið/HAG Samgöngur Landeyjahöfn hefur verið lokuð í næstum 18 mánuði frá því að hún var tekin í notkun þann 21. júlí árið 2010. Mjög mikilvægt er fyrir Eimskip, rekstraraðila Herjólfs, að geta nýtt Landeyjahöfn sem mest. „Við tókum að okkur verkefnið að reka Herjólf á þeim forsendum. Því er þetta lykilatriði fyrir okkur að geta nýtt höfnina sem mest,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vegagerðin hefði á þessu tímabili eytt um 1,1 milljarði króna í það eitt að dýpka Landeyjahöfn frá því hún var opnuð. Sú upphæð er um áttföld til tíföld sú upphæð sem áætlað var í upphafi að þyrfti til dýpkunar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir áætlað að um 200–300 milljónum verði varið í dýpkun hafnarinnar á þessu ári. „Ég get sagt það með nokkurri vissu að þegar við förum yfir þetta þá er Landeyjahöfn lokuð í um fjóra mánuði á ári. Það er nokkur kostnaður fyrir okkur að sigla til Þorlákshafnar,“ segir Gunnlaugur. „Án þess að fara út í krónur og aura þá segir það sig sjálft að þrjátíu mínútna sigling í Landeyjahöfn er nokkuð betri en tæplega þriggja tíma sigling til Þorlákshafnar. Einnig siglum við ekki í Landeyjahöfn nema öryggi farþega okkar sé tryggt. Leiki vafi á öryggi Landeyjahafnar siglum við til Þorlákshafnar.“ Heildarkostnaður við gerð Landeyjahafnar nemur um 3,6 milljörðum króna. Til þess að nýta höfnina sem best er áformað að heildarkostnaður við nýja ferju verði um 4,6 milljarðar. Hönnunarkostnaður nemur nú um eitt hundrað milljónum. Þegar þessu er bætt við kostnaðinn við dýpkun munu heildarútgjöld vegna samgangna við Vestmannaeyjar aldrei verða undir ellefu og hálfum milljarði þegar yfir lýkur. Nýr Herjólfur, sem nú er á teikniborðinu, mun rista 2,8 metra. Dýpið í Landeyjahöfn nú er einungis 2,6 metrar en það er mat fræðinga að hægt sé að nota höfnina á flóði. „Einnig er það akkur fyrir Vestmannaeyinga að Landeyjahöfn sé notuð. Bæði er það styttri siglingatími sem og að við getum tvöfaldað fjölda ferða, sem eykur þjónustuna umtalsvert.“ segir Gunnlaugur.sveinn@frettabladid.is Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Samgöngur Landeyjahöfn hefur verið lokuð í næstum 18 mánuði frá því að hún var tekin í notkun þann 21. júlí árið 2010. Mjög mikilvægt er fyrir Eimskip, rekstraraðila Herjólfs, að geta nýtt Landeyjahöfn sem mest. „Við tókum að okkur verkefnið að reka Herjólf á þeim forsendum. Því er þetta lykilatriði fyrir okkur að geta nýtt höfnina sem mest,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vegagerðin hefði á þessu tímabili eytt um 1,1 milljarði króna í það eitt að dýpka Landeyjahöfn frá því hún var opnuð. Sú upphæð er um áttföld til tíföld sú upphæð sem áætlað var í upphafi að þyrfti til dýpkunar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir áætlað að um 200–300 milljónum verði varið í dýpkun hafnarinnar á þessu ári. „Ég get sagt það með nokkurri vissu að þegar við förum yfir þetta þá er Landeyjahöfn lokuð í um fjóra mánuði á ári. Það er nokkur kostnaður fyrir okkur að sigla til Þorlákshafnar,“ segir Gunnlaugur. „Án þess að fara út í krónur og aura þá segir það sig sjálft að þrjátíu mínútna sigling í Landeyjahöfn er nokkuð betri en tæplega þriggja tíma sigling til Þorlákshafnar. Einnig siglum við ekki í Landeyjahöfn nema öryggi farþega okkar sé tryggt. Leiki vafi á öryggi Landeyjahafnar siglum við til Þorlákshafnar.“ Heildarkostnaður við gerð Landeyjahafnar nemur um 3,6 milljörðum króna. Til þess að nýta höfnina sem best er áformað að heildarkostnaður við nýja ferju verði um 4,6 milljarðar. Hönnunarkostnaður nemur nú um eitt hundrað milljónum. Þegar þessu er bætt við kostnaðinn við dýpkun munu heildarútgjöld vegna samgangna við Vestmannaeyjar aldrei verða undir ellefu og hálfum milljarði þegar yfir lýkur. Nýr Herjólfur, sem nú er á teikniborðinu, mun rista 2,8 metra. Dýpið í Landeyjahöfn nú er einungis 2,6 metrar en það er mat fræðinga að hægt sé að nota höfnina á flóði. „Einnig er það akkur fyrir Vestmannaeyinga að Landeyjahöfn sé notuð. Bæði er það styttri siglingatími sem og að við getum tvöfaldað fjölda ferða, sem eykur þjónustuna umtalsvert.“ segir Gunnlaugur.sveinn@frettabladid.is
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira