Lífið

Tölvutætingur á UT messunni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
/sys/tur, félag kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskolans í Reykjavík í  góðu stuði.
/sys/tur, félag kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskolans í Reykjavík í góðu stuði.
„Við viljum sýna fólki að það þarf ekki að vera hrætt við að opna tölvuna sína og kenna þeim í leiðinni hvernig þetta virkar allt saman,“ segir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir formaður í /sys/trum, félagi kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

/sys/tur ætla í samstarfi við fræðslufyrirtækið Promennt að bjóða upp á svokallaðan tölvutæting á UT-messunni sem fram fer í Hörpu 6. og 7. febrúar. Seinni daginn verður eins konar fjölskylduhátíð.

Promenn verður með bása á 1. hæð en /sys/tur í Norðurljósasal. „Við ætlum að leyfa fólki að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur verða á báðum básum og fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið,“ segir Ingibjörg Ósk.

Í fyrra vakti félagið mikla athygli þegar það kynnti til sögunnar vélmennið Krúttmund.

/sys/tur verða með sinn bás á laugardeginum eftir viku en ætla einnig að standa fyrir keppni í samsetningu tölvu í Norðurljósasal. „Keppnin gengur út á að þátttakendur fá sett af vélbúnaði í bútum og eiga að setja saman og koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur.“

Skjáirnir munu vísa út til áhorfenda þannig að áhorfendur geta fylgst spenntir með og vonandi hvatt sitt fólk áfram og séð „live“ hver vinnur. Vinningurinn er síðan gjafabréf á námskeiðið Tölvuviðgerðir A+ hjá Promennt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×