Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Sigfús sættir sig ekki við bannið en vill lítið tjá sig. vísir/sigurjón pétursson „Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“ Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
„Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira