Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Sigríður Bilddal og Rannveig Óladóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar