Lífið

Hvert er besta lag kvikmyndasögunnar?

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Mörg frábær lög eru tilnefnd.
Mörg frábær lög eru tilnefnd.
Kosning á besta lagi íslenskrar kvikmyndasögu hefst á Vísi í dag. Tilkynnt verður um sigurlagið á Edduhátíðinni 21. febrúar sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Fjögurra manna dómnefnd setti saman lista yfir eftirminnilegustu lögin. Í henni voru Dr. Gunni, Jónatan Garðarsson, Þórður Helgi Þórðarson og Kjartan Guðmundsson. Kosningin er samstarf Eddunnar, Vísis og Tónlist.is sem lagði til lögin.



Hér er hægt að taka þátt,
við á Vísi viljum koma því á framfæri að hægt er að velja fleiri en eitt lag.

• Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn - Okkar á milli í hita og þunga dagsins

• Quarashi & Botnleðja - Catch 22 - Blossi 810551

• KK & Björk – Ó Borg mín borg – Sódóma

• Ham – Partybær - Sódóma

• Björgvin Halldórsson - Sönn ást - Óðal feðranna

• Stuðmenn - Ástardúett - Með allt á hreinu

• Diddú – Stella í orlofi – Stella í orlofi

• Sálin hans Jóns míns - Þú fullkomnar mig - Maður eins og ég

• Elly Vilhjálms – Vegir liggja til allra átta – 79 af stöðinni

• Sálin hans Jóns míns - Sódóma - Sódóma

• Stuðmenn - Íslenskir karlmenn - Með allt á hreinu

• Bubbi – Allur lurkum laminn – Eins og skepnan deyr

• Edda Heiðrún backman – Önnur sjónarmið – Eins og skeppnan...

• Valdimar Guðmundsson – Okkar eigin Osló – Okkar eigin Osló

• Prins Póló - París Norðursins - París Norðursins

• Hljómar - Þú og ég (remix) - Svartur á leik

• Vonbrigði – Ó Reykjavík – Rokk í reykjavík

• Emilíana Torrini – Perlur og svín - perlur og svín

• Sigurrós- Dánarfréttir og tilkynningar – Englar alheimsins

Bubbi – Skyttan - Skytturnar 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×