Lífið

Gullnar dömur í nýjum klæðum

Gullstúlkurnarvoru talsmenn Tuborg Gold frá 1958 til ársins 1996.
Gullstúlkurnarvoru talsmenn Tuborg Gold frá 1958 til ársins 1996.
Tuborg Gold hefur fengið nýtt útlit og kemur hönnun hinna nýju umbúða frá Danmörku.

Tuborg Gold hefur einnig verið þekktur sem „The Golden Lady“ og ástæðu þessarar nafngiftar má rekja til ársins 1958 þegar hin fræga danska leikkona Annette Strøyberg varð kynningaraðili bjórsins eða svonefnd gullstúlka eins og það var kallað.

Gullstúlkurnar voru talsmenn Tuborg Gold frá 1958 til ársins 1996 en síðan þá hafa þær birst sem skuggamyndir á umbúðum Tuborg Gold í Danmörku. Í ár mun The Golden Lady birtast í fyrsta sinn í hillum Vínbúða landsins.

Útlitið er vísun í sjötta áratuginn þar sem fágun og glæsileiki er allsráðandi með hinni forkunnarfögru gullstúlku. Umbúðirnar eru gullinslegnar og búa yfir fáguðu yfirbragði, líkt og bjórinn sjálfur.

„Tuborg Gold er bruggaður á Íslandi undir handleiðslu Tuborg í Danmörku. Hann er ferskur, gullinn lagerbjór með lítilli beiskju og hefur löngum verið rómaður fyrir glæsileika, virðingu og síðast en ekki síst fyrir sitt sígilda bragð sem svíkur engan,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, Bruggmeistari Ölgerðarinnar, en Tuborg Gold fæst í öllum Vínbúðum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×