Skissurnar upphaf sköpunar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 11:15 Hér sést Helga ásamt broti af þeim skissum sem hún hefur teiknað í gegnum árin. Vísir/GVA „Þetta er heilmikið safn, meðal annars frá ferli mínum í París, þegar ég var að vinna hjá tískuhúsi Louis Féraud,“ segir tískuhönnuðurinn Helga Björnsson. Í dag verður sýningin Un peu plus á fjölda teikninga og skissa eftir Helgu opnuð í Hönnunarsafni Íslands. Segja má að skissurnar séu upphaf hönnunarferlisins og Helga segir þær bæði skemmtilegan og mikilvægan hluta þess. „Mér finnst mjög gaman að skissa og svo tekur annað við, oft dettur eitthvað út eða lifnar við upp á nýtt þegar maður vinnur hugmyndina áfram.“ Nafn sýningarinnar kemur af gömlu minnisblaði sem fannst innan um teikningar og skissur Helgu. Á blaðið hafði hún skrifað niður nokkur stikkorð og þýða má Un peu plus sem „aðeins meira“. „Þeim fannst þetta vera svolítið upplagt, sumir eru svo duglegir að halda hlutunum hreinum, beinum og einföldum en einhvern veginn á ég svolítið bágt með það,“ segir Helga glöð í bragði, nafnið er því lýsandi fyrir verk Helgu sem eru allt í senn litrík, fjölbreytt og ævintýraleg. „Það er alveg svakalega erfitt,“ segir Helga og hlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé ekki stressuð yfir því að opna skissubókina fyrir sýningargestum. Hún segir að skissurnar veki upp margar minningar, um atburði, tilfinningar og hugarástand. „Stundum dauðskammast maður sín fyrir eitthvað sem maður var að reyna að koma út úr sér og svo er annað sem maður er ánægður með. Maður er rosa mikið að opna sig, finnst bara eins og maður sé að opna inn til sín.“ Þegar hún vinnur skissurnar gefur hún ímyndunaraflinu lausan tauminn og segir auðveldara að byrja á fantasíunni. „Ég fór oft dálítið langt í skissunum, bætti við og gat ekki hætt.“ Helga notast enn við skissurnar en undanfarin ár hefur hún meðal annars hannað búninga fyrir leikhús og að vinna slæður með fyrirtæki sem heitir Saga Kakala. „Ég fór yfir í það að skissa í tölvu líka og hef gert það svolítið. En mér líður aldrei eins þegar ég geri það í tölvu og þegar ég geri það sjálf. Ég kemst ekki í jafn mikið stuð,“ segir hún og bætir við: „Höndin verður einhvern veginn að koma við blaðið og litina.“Un peu plus verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag klukkan fimm. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þetta er heilmikið safn, meðal annars frá ferli mínum í París, þegar ég var að vinna hjá tískuhúsi Louis Féraud,“ segir tískuhönnuðurinn Helga Björnsson. Í dag verður sýningin Un peu plus á fjölda teikninga og skissa eftir Helgu opnuð í Hönnunarsafni Íslands. Segja má að skissurnar séu upphaf hönnunarferlisins og Helga segir þær bæði skemmtilegan og mikilvægan hluta þess. „Mér finnst mjög gaman að skissa og svo tekur annað við, oft dettur eitthvað út eða lifnar við upp á nýtt þegar maður vinnur hugmyndina áfram.“ Nafn sýningarinnar kemur af gömlu minnisblaði sem fannst innan um teikningar og skissur Helgu. Á blaðið hafði hún skrifað niður nokkur stikkorð og þýða má Un peu plus sem „aðeins meira“. „Þeim fannst þetta vera svolítið upplagt, sumir eru svo duglegir að halda hlutunum hreinum, beinum og einföldum en einhvern veginn á ég svolítið bágt með það,“ segir Helga glöð í bragði, nafnið er því lýsandi fyrir verk Helgu sem eru allt í senn litrík, fjölbreytt og ævintýraleg. „Það er alveg svakalega erfitt,“ segir Helga og hlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé ekki stressuð yfir því að opna skissubókina fyrir sýningargestum. Hún segir að skissurnar veki upp margar minningar, um atburði, tilfinningar og hugarástand. „Stundum dauðskammast maður sín fyrir eitthvað sem maður var að reyna að koma út úr sér og svo er annað sem maður er ánægður með. Maður er rosa mikið að opna sig, finnst bara eins og maður sé að opna inn til sín.“ Þegar hún vinnur skissurnar gefur hún ímyndunaraflinu lausan tauminn og segir auðveldara að byrja á fantasíunni. „Ég fór oft dálítið langt í skissunum, bætti við og gat ekki hætt.“ Helga notast enn við skissurnar en undanfarin ár hefur hún meðal annars hannað búninga fyrir leikhús og að vinna slæður með fyrirtæki sem heitir Saga Kakala. „Ég fór yfir í það að skissa í tölvu líka og hef gert það svolítið. En mér líður aldrei eins þegar ég geri það í tölvu og þegar ég geri það sjálf. Ég kemst ekki í jafn mikið stuð,“ segir hún og bætir við: „Höndin verður einhvern veginn að koma við blaðið og litina.“Un peu plus verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag klukkan fimm.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira