Tók þátt í danssýningu gengin átta mánuði á leið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2015 10:15 Fyrir og eftir. mynd/mario thorlacius/nanna dís Það er sjaldan lognmolla hjá dansaranum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimikennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin.Mæðgurnar Sigríður Soffía og Ísold FreyjaÞað var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldasprengingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dóttur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ korters pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbyggingu ljóðanna og færa yfir í dansformið. Dansararnir dansa ljóðstafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyfingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdimars Jóhannssonar. Tólf dansarar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríður með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu. Tengdar fréttir Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Það er sjaldan lognmolla hjá dansaranum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimikennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin.Mæðgurnar Sigríður Soffía og Ísold FreyjaÞað var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldasprengingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dóttur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ korters pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbyggingu ljóðanna og færa yfir í dansformið. Dansararnir dansa ljóðstafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyfingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdimars Jóhannssonar. Tólf dansarar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdóttur, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríður með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu.
Tengdar fréttir Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Fékk leyfi hjá biskupnum Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af rúsínunni í pylsuendanum á Menningarnótt 23. ágúst 2014 11:30