Kaldur friður er betri en heitt stríð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 7. febrúar 2015 13:15 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande forseti Frakklands funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að reyna að koma á vopnahléi í Úkraínu. Vísir/AP Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira