Kaldur friður er betri en heitt stríð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 7. febrúar 2015 13:15 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande forseti Frakklands funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að reyna að koma á vopnahléi í Úkraínu. Vísir/AP Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira