Lífið

Íslensk nýsköpun ber ávöxt

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Guðni Þór Vöruþróunarstjóri Ölgerðarinnar er ánægður með drykkinn.
Guðni Þór Vöruþróunarstjóri Ölgerðarinnar er ánægður með drykkinn. Vísir/Ernir
„Drykkurinn er algjörlega einstakur á heimsvísu, það er ekkert sem kemst nálægt þessum,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, vöruþróunarstjóri Ölgerðarinnar, um nýja aldinbjórinn Sólbert þar sem bjór og ávaxtadrykkjum er blandað saman.

„Ölgerðin hefur unnið að þróun Sólberts í rúm tvö ár og það má segja að drykkurinn marki ákveðin tímamót. Ölgerðin hefur auðvitað mikla reynslu af því að blanda saman malti og appelsíni eins og allir ættu að vita, en sú þekking nýtist okkur við framleiðsluna á Sólberti.“

Nafn drykkjarins ber óneitanlega sumarlegan blæ en það festist við drykkinn snemma í ferlinu. „Við vildum séríslenskt nafn sem væri létt og skemmtilegt rétt eins og Sólbert sjálfur,“ segir Guðni Þór.

Ölgerðin hefur verið framsækinn drykkjarvöruframleiðandi og skipar vöruþróun stóran sess eins og Borg Brugghús hefur meðal annars sýnt.

„Nú er Sólbert loksins mættur á markaðinn og við erum stolt af því að geta leyft Íslendingum að smakka eitthvað alveg nýtt. Sólbert kemur annarsvegar með Brómberjabragði og hinsvegar hið sígilda sítrusbragð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×