HSBC tengdur skattsvikum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. febrúar 2015 06:00 Viðskiptavinir HSBC nota hraðbanka við útibú bankans í miðborg Lundúna í gær. Á meðal þeirra sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna segir að bankinn hafi hjálpað að fela fé og skjóta undan skatti er fólk sem tengt hefur verið við vopnasölu, spillingarmál og brot á alþjóðalögum. Fréttablaðið/EPA Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira