HSBC tengdur skattsvikum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. febrúar 2015 06:00 Viðskiptavinir HSBC nota hraðbanka við útibú bankans í miðborg Lundúna í gær. Á meðal þeirra sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna segir að bankinn hafi hjálpað að fela fé og skjóta undan skatti er fólk sem tengt hefur verið við vopnasölu, spillingarmál og brot á alþjóðalögum. Fréttablaðið/EPA Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira