Fjölmörg átakamál fram undan 12. febrúar 2015 07:00 Oddvita ríkisstjórnarflokkanna bíður ærinn starfi. Þeir þurfa að sætta eigin flokksmenn í þeim málum sem fram undan eru og fá þau síðan samþykkt á Alþingi. Það stefnir í átakatíma á Alþingi, verði öll boðuð frumvörp ríkisstjórnarinnar lögð fram. Þegar bíða 45 frumvörp ráðherra afgreiðslu, á ýmsum stigum, og miðað við umfang þeirra mála sem ætlunin er að afgreiða fyrir vorið er ljóst að halda verður vel á málum ef þeir 37 fundardagar sem eftir eru á dagskrá Alþingis eiga að duga til að þau verði öll að lögum. Heimildarmönnum Fréttablaðsins ber saman um að störf þingsins muni fyrst og fremst ráðast af tveimur tillögum sem boðaðar hafa verið; annars vegar þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og hins vegar frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Ráðherrar Framsóknarflokksins bera þessi mál bæði uppi. Þrátt fyrir að oddvitar ríkisstjórnarflokkanna gefi lítið fyrir ósætti á milli flokkanna, er töluverð ólga innan flokkanna beggja.Steinakast í geitungabú Heimildarmenn Fréttablaðsins eru sammála um það að enginn efnislegur ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna um að slíta formlega viðræðum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna, en innan flokksins virðist sú skoðun njóta meirihlutafylgis að mikilvægara sé að halda samstarfsflokknum góðum. Því verði tillagan studd, með hangandi hendi þó. Sú skoðun er þó ríkjandi innan flokksins að tillagan sé óþörf. Hún muni engu breyta um stöðuna, engar viðræður séu í gangi við ESB og formleg breyting á stöðu Íslands sem umsóknarlands skipti litlu. Tillagan muni hins vegar vekja litla hrifningu stjórnarandstöðunnar, sérstaklega Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar og það muni setja sinn svip á þingstörfin. Framlagning tillögunnar sé því eins og að kasta steinum í geitungabú. Á móti kemur að í baklandi Framsóknarflokksins eru fjölmargir sem vilja slíta öll tengsl við Evrópusambandsumsókn fyrri ríkisstjórnar. Ráðherrar flokksins verði varir við þrýsting í þá átt.Allt eða ekkert Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur kallað eftir víðtækri sátt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Á stundum hefur virst sem hann muni ekki leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnun nema sú sátt liggi fyrir. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, orðar það sem margir stjórnarandstöðuþingmenn hugsa. „Það gengur náttúrulega ekki með svona stór mál eins og fiskveiðistjórnun að verið sé að byggja á einhverjum sögusögnum og einhverju sem mönnum hefur verið sýnt á lokuðum fundum. Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að menn eiga bara að koma með það til þingsins og ræða það þar.“ Innan Sjálfstæðisflokksins er hins vegar andstaða við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kerfið virki í grundvallaratriðum, sé jafnvel öfundarefni í öðrum löndum, og því sé engin ástæða til að breyta því. Það virðist því vera allt eða ekkert í þessum málum, enn sem komið er allavega; annaðhvort algjör sátt eða engin breyting.Haftaumræða í höftum Undarlega hljótt hefur verið um stærsta málið sem boðað hefur verið á yfirstandandi þingi; afnám gjaldeyrishafta. Það er mál af þeirri stærðargráðu að það hefur gríðarleg áhrif á efnahag þjóðarbúsins. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna voru sammála um að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson héldu þeim málum þétt að sér. Ljóst er þó að ágreiningur er á milli þeirra um hvaða leiðir eigi að fara.Af nógu að taka Það verður því nóg að gera hjá þingmönnum fram á sumar. Það skýrist á næstu vikum hvaða mál koma til þingsins, en frestur til að leggja fram ný frumvörp rennur út 26. mars. Ráðherrar hafa því aðeins 42 daga til að ganga frá þeim frumvörpum sem ætlunin er að fá samþykkt fyrir vorið. Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Það stefnir í átakatíma á Alþingi, verði öll boðuð frumvörp ríkisstjórnarinnar lögð fram. Þegar bíða 45 frumvörp ráðherra afgreiðslu, á ýmsum stigum, og miðað við umfang þeirra mála sem ætlunin er að afgreiða fyrir vorið er ljóst að halda verður vel á málum ef þeir 37 fundardagar sem eftir eru á dagskrá Alþingis eiga að duga til að þau verði öll að lögum. Heimildarmönnum Fréttablaðsins ber saman um að störf þingsins muni fyrst og fremst ráðast af tveimur tillögum sem boðaðar hafa verið; annars vegar þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og hins vegar frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Ráðherrar Framsóknarflokksins bera þessi mál bæði uppi. Þrátt fyrir að oddvitar ríkisstjórnarflokkanna gefi lítið fyrir ósætti á milli flokkanna, er töluverð ólga innan flokkanna beggja.Steinakast í geitungabú Heimildarmenn Fréttablaðsins eru sammála um það að enginn efnislegur ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna um að slíta formlega viðræðum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna, en innan flokksins virðist sú skoðun njóta meirihlutafylgis að mikilvægara sé að halda samstarfsflokknum góðum. Því verði tillagan studd, með hangandi hendi þó. Sú skoðun er þó ríkjandi innan flokksins að tillagan sé óþörf. Hún muni engu breyta um stöðuna, engar viðræður séu í gangi við ESB og formleg breyting á stöðu Íslands sem umsóknarlands skipti litlu. Tillagan muni hins vegar vekja litla hrifningu stjórnarandstöðunnar, sérstaklega Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar og það muni setja sinn svip á þingstörfin. Framlagning tillögunnar sé því eins og að kasta steinum í geitungabú. Á móti kemur að í baklandi Framsóknarflokksins eru fjölmargir sem vilja slíta öll tengsl við Evrópusambandsumsókn fyrri ríkisstjórnar. Ráðherrar flokksins verði varir við þrýsting í þá átt.Allt eða ekkert Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur kallað eftir víðtækri sátt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Á stundum hefur virst sem hann muni ekki leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnun nema sú sátt liggi fyrir. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, orðar það sem margir stjórnarandstöðuþingmenn hugsa. „Það gengur náttúrulega ekki með svona stór mál eins og fiskveiðistjórnun að verið sé að byggja á einhverjum sögusögnum og einhverju sem mönnum hefur verið sýnt á lokuðum fundum. Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að menn eiga bara að koma með það til þingsins og ræða það þar.“ Innan Sjálfstæðisflokksins er hins vegar andstaða við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kerfið virki í grundvallaratriðum, sé jafnvel öfundarefni í öðrum löndum, og því sé engin ástæða til að breyta því. Það virðist því vera allt eða ekkert í þessum málum, enn sem komið er allavega; annaðhvort algjör sátt eða engin breyting.Haftaumræða í höftum Undarlega hljótt hefur verið um stærsta málið sem boðað hefur verið á yfirstandandi þingi; afnám gjaldeyrishafta. Það er mál af þeirri stærðargráðu að það hefur gríðarleg áhrif á efnahag þjóðarbúsins. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna voru sammála um að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson héldu þeim málum þétt að sér. Ljóst er þó að ágreiningur er á milli þeirra um hvaða leiðir eigi að fara.Af nógu að taka Það verður því nóg að gera hjá þingmönnum fram á sumar. Það skýrist á næstu vikum hvaða mál koma til þingsins, en frestur til að leggja fram ný frumvörp rennur út 26. mars. Ráðherrar hafa því aðeins 42 daga til að ganga frá þeim frumvörpum sem ætlunin er að fá samþykkt fyrir vorið.
Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira