Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2015 10:00 Vísir/Ernir Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir engar óeðlilegar ástæður liggja að baki því að Helga María Vilhjálmsdóttir fái ekki að keppa á Evrópumótaröðinni eins og faðir hennar, Vilhjálmur Ólafsson, kvartar yfir. Skíðasambandið neitar henni um þátttökurétt þar sem hún hafi ekki náð tilskildum lágmörkum um þátttöku. „Alpagreinanefnd og landsliðsþjálfari settu þessi viðmið fyrir að verða tveimur árum. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá eru þessi viðmið alls ekki há,“ segir Einar og telur til nokkur lönd máli sínu til stuðnings en Vilhjálmur taldi til önnur lönd er hann studdi sitt mál. „Ég veit við hvað hann er að miða en hann horfir á þetta svolítið með sínum augum. Ef ég ber okkur saman við Norðmenn, Hollendinga, Belga og fleiri þá teljast þetta vera allt of lág lágmörk. Aðalmálið í þessu er að það er tröppugangur í styrkleika móta. Ef við sendum keppendur sem hafa ekki náð lágmörkum þá er nokkuð gefið að árangurinn verður eftir því. Það er stærra og meira mál en lítur út fyrir að vera að taka þátt í þessum stóru mótaröðum. Þú hoppar ekki yfir þrep á leiðinni upp til þess að vera góður. Viðmiðin eru sett svo íþróttamaðurinn verði betri. Þetta er svona í fleiri íþróttagreinum.“ Einar formaður vill lítið gera úr þeirri gagnrýni Vilhjálms að verið sé að halda aftur af Helgu. „Það er alls ekki þannig. Það er verið að bjóða henni upp á mót þar sem hún getur náð árangri og bætt sig. Þar af leiðandi getur hún orðið betri skíðamaður,“ segir Einar og bætir við að það geri íþróttamanni ekki gott að taka eingöngu þátt í stærri mótum þar sem árangur næst ekki. Formaðurinn segir að landsliðsfólkið verði að ná betri árangri á minni mótum áður en lengra er haldið. „Krakkarnir hafa skíðað ágætlega á þessum mótum sem Vilhjálmur segir ekki vera nógu góð en þau skila sér ekki alltaf í topp þrjú sætin en eru þó byrjuð að klóra í þau sem er jákvætt. Við viljum sjá þau læra að höndla að vera á meðal þeirra bestu á ákveðnu þrepi áður en haldið er áfram upp stigann.“ Einar blæs einnig á gagnrýni Vilhjálms um Fjalar landsliðsþjálfara. „Hann er mjög öflugur og duglegur. Það ber að líta á að þarna er foreldri að setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Við virðum það en við höfum fulla trú á okkar þjálfara og það hefur sýnt sig að keppendunum hefur farið fram. Við skiljum ekki alveg af hverju Vilhjálmur vill fara þessa leið og sleppa þrepum. Við teljum Helgu geta náð árangri í þeim farvegi sem hún er í núna. Við viljum sjá að henni gangi vel.“ Vilhjálmur sakar Einar um að láta persónuleg sjónarmið ráða för er hann neitar Helgu um að fara á Evrópumótaröðina. Hann vilji ekki sjá hana taka of langt fram úr dóttur formannsins. „Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er. Það er ekki ég sem vel landsliðsverkefnin eða set viðmiðin. Helga hefur fengið öll sömu tækifæri og aðrir í landsliðshópnum. Þetta er nú eiginlega ekki svaravert enda erum við mjög ánægðir með Helgu og hvernig hún er að standa sig,“ segir Einar Þór Bjarnason. Íþróttir Tengdar fréttir Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir engar óeðlilegar ástæður liggja að baki því að Helga María Vilhjálmsdóttir fái ekki að keppa á Evrópumótaröðinni eins og faðir hennar, Vilhjálmur Ólafsson, kvartar yfir. Skíðasambandið neitar henni um þátttökurétt þar sem hún hafi ekki náð tilskildum lágmörkum um þátttöku. „Alpagreinanefnd og landsliðsþjálfari settu þessi viðmið fyrir að verða tveimur árum. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá eru þessi viðmið alls ekki há,“ segir Einar og telur til nokkur lönd máli sínu til stuðnings en Vilhjálmur taldi til önnur lönd er hann studdi sitt mál. „Ég veit við hvað hann er að miða en hann horfir á þetta svolítið með sínum augum. Ef ég ber okkur saman við Norðmenn, Hollendinga, Belga og fleiri þá teljast þetta vera allt of lág lágmörk. Aðalmálið í þessu er að það er tröppugangur í styrkleika móta. Ef við sendum keppendur sem hafa ekki náð lágmörkum þá er nokkuð gefið að árangurinn verður eftir því. Það er stærra og meira mál en lítur út fyrir að vera að taka þátt í þessum stóru mótaröðum. Þú hoppar ekki yfir þrep á leiðinni upp til þess að vera góður. Viðmiðin eru sett svo íþróttamaðurinn verði betri. Þetta er svona í fleiri íþróttagreinum.“ Einar formaður vill lítið gera úr þeirri gagnrýni Vilhjálms að verið sé að halda aftur af Helgu. „Það er alls ekki þannig. Það er verið að bjóða henni upp á mót þar sem hún getur náð árangri og bætt sig. Þar af leiðandi getur hún orðið betri skíðamaður,“ segir Einar og bætir við að það geri íþróttamanni ekki gott að taka eingöngu þátt í stærri mótum þar sem árangur næst ekki. Formaðurinn segir að landsliðsfólkið verði að ná betri árangri á minni mótum áður en lengra er haldið. „Krakkarnir hafa skíðað ágætlega á þessum mótum sem Vilhjálmur segir ekki vera nógu góð en þau skila sér ekki alltaf í topp þrjú sætin en eru þó byrjuð að klóra í þau sem er jákvætt. Við viljum sjá þau læra að höndla að vera á meðal þeirra bestu á ákveðnu þrepi áður en haldið er áfram upp stigann.“ Einar blæs einnig á gagnrýni Vilhjálms um Fjalar landsliðsþjálfara. „Hann er mjög öflugur og duglegur. Það ber að líta á að þarna er foreldri að setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Við virðum það en við höfum fulla trú á okkar þjálfara og það hefur sýnt sig að keppendunum hefur farið fram. Við skiljum ekki alveg af hverju Vilhjálmur vill fara þessa leið og sleppa þrepum. Við teljum Helgu geta náð árangri í þeim farvegi sem hún er í núna. Við viljum sjá að henni gangi vel.“ Vilhjálmur sakar Einar um að láta persónuleg sjónarmið ráða för er hann neitar Helgu um að fara á Evrópumótaröðina. Hann vilji ekki sjá hana taka of langt fram úr dóttur formannsins. „Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er. Það er ekki ég sem vel landsliðsverkefnin eða set viðmiðin. Helga hefur fengið öll sömu tækifæri og aðrir í landsliðshópnum. Þetta er nú eiginlega ekki svaravert enda erum við mjög ánægðir með Helgu og hvernig hún er að standa sig,“ segir Einar Þór Bjarnason.
Íþróttir Tengdar fréttir Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti