Lífið

Hittir margra barna mæður

Sigrún Ósk
Sigrún Ósk Vísir/Valli
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vinnur nú að nýrri þáttaröð sem ber nafnið Margra barna mæður og hefur göngu sína á Stöð 2 í mars.

Þar kynnir hún sér líf margra barna mæðra.

Meðal viðmælenda í þættinum er Ýr Sigurðardóttir, sem er yfirlæknir á barnasjúkrahúsi í Flórída.

Ýr á átta börn, tvö á einhverfurófi og er í fjarbúð. Ýr fékk tugmilljóna króna styrk til að skima fyrir einhverfu í fátækrahverfum í Orlando. Sigrún Ósk er búin að vera í Flórída síðustu daga að kynna sér líf Ýrar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×