Hér eru því nokkrar frábærar myndir sem við leyfum okkur að mæla með fyrir alla sem ætla að skella sér í gæðabíó á næstunni.
Hátíðin stendur frá 19. febrúar til 1. mars. Hægt er að skoða dagskránna nánar á heimasíðu Stockfish.
Sjá einnig: Kvikmyndasjóður er fjárfestingarsjóður

Leikstjóri: Jens Östberg.
Gulldrengurinn Sverrir Guðnason leikur hér aðalhlutverkið í sænskum sálfræðitrylli sem jafnframt er opnunarmynd hátíðarinnar.

Leikstjóri: Damián Szifrón.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og framleidd af Pedro Almodóvar.
Hefndarsögur sem eiga sér engan líka.

A Girl Walks Home Alone at Night - Einmana stúlka gengur heim um nótt
Leikstjóri: Ana Lily Amirpour.
Við erum stödd í Vonduborg sem er svarthvít og minnir að því leyti á bæði gamlar Jarmusch-myndir og Sin City.
Margverðlaunuð mynd um íranskar vampírur.

Leikstjóri: Yi'nan Diao.
Frábær kínversk spennumynd sem vann Gullbjörninn í Berlín á síðasta ári.

Leikstjóri: Rachid Bouchareb.
Hinn marg óskarstilnefndi fransk-alsírski leikstjóri Rachid Bouchareb er gestur hátíðarinnar. Hann teflir hér fram mynd með Forest Whitaker, Brenda Blethyn, Harvey Keitel og Ellen Burstyn í aðalhlutverkum.

Leikstjóri: Michael Winterbottom.
Bresku háðfuglarnir Steve Coogan og Rob Brydon þvældust um breska veitingastaði í The Trip.
Þeir endurtaka nú leikinn í bráðsmellinni mynd í leikstjórn Michaels Winterbottom.

Leikstjóri: Phillippe Garrel.
Í þessari sérstæðu kult-mynd, sem tekin var upp á Íslandi, leikur sjálf Nico, ein goðsagnakenndasta söng- og leikkona sögunnar, aðalhlutverkið.
Ekki missa af uppgötvun úr fortíðinni á Stockfish.