Konur ráða litlu: "Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 00:01 Dögg Mósesdóttir segir aðgerða þörf, mjög halli á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Vísir/ Daníel Engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Eddan, uppskeruhátíð kvikmyndagerðarfólks, hefst í dag og af því tilefni tók Kristín Atladóttir hagfræðingur saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að konur eru atkvæðalitlar í íslenskri kvikmyndagerð. Ef litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári þá voru karlar 73% þeirra sem störfuðu að kvikmyndum og aðeins 27% konur. Ef rýnt er nánar í tölfræðina sést að konur veljast fremur í aukahlutverk. Þá eru verkin mjög kynjaskipt. Konur starfa við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku.Vandræðaleg staða Dögg Mósesdóttir, formaður Wift, samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, segir stöðuna vandræðalega og segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð. „Þetta er mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð. Til dæmis áttum við að senda eina íslenska konu sem hafði leikstýrt kvikmynd í fullri lengd á síðustu árum á kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama. Það var engin kona sem hafði lokið mynd á árinu og því varð úr að Benedikt Erlingsson var sendur á hátíðina. Það finnst engum þetta jákvætt,“ segir Dögg. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi. Þú þarft að starfa við greinina til að fá styrki frá Kvikmyndamiðstöð. Meirihluti þeirra sem starfa við greinina eru karlar. Það eru ekki miklar líkur á að þeir velji konu úti í bæ til samstarfs við sig í verkefni. Sér í lagi ef hún er nýgræðingur. Þannig breytist ástandið ekki. Við þurfum pressu að ofan til að þetta breytist. Næsta skref er að fá karlana í lið með okkur því þetta er ekki einkamál okkar kvenna. Ég veit að þeir eru margir sem eru með okkur í liði en við þurfum öll að vera vakandi því konur geta líka verið karlrembur,“ bendir Dögg á. Hún telur lausnina geta falist í því að setja á kynjakvóta. „Já, ég tel að það sé þörf á aðgerðum sem skapa þrýsting á breytingar. Það þarf að vera vilji alls staðar til að breyta.“ Eddan Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Eddan, uppskeruhátíð kvikmyndagerðarfólks, hefst í dag og af því tilefni tók Kristín Atladóttir hagfræðingur saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að konur eru atkvæðalitlar í íslenskri kvikmyndagerð. Ef litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári þá voru karlar 73% þeirra sem störfuðu að kvikmyndum og aðeins 27% konur. Ef rýnt er nánar í tölfræðina sést að konur veljast fremur í aukahlutverk. Þá eru verkin mjög kynjaskipt. Konur starfa við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku.Vandræðaleg staða Dögg Mósesdóttir, formaður Wift, samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, segir stöðuna vandræðalega og segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð. „Þetta er mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð. Til dæmis áttum við að senda eina íslenska konu sem hafði leikstýrt kvikmynd í fullri lengd á síðustu árum á kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama. Það var engin kona sem hafði lokið mynd á árinu og því varð úr að Benedikt Erlingsson var sendur á hátíðina. Það finnst engum þetta jákvætt,“ segir Dögg. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi. Þú þarft að starfa við greinina til að fá styrki frá Kvikmyndamiðstöð. Meirihluti þeirra sem starfa við greinina eru karlar. Það eru ekki miklar líkur á að þeir velji konu úti í bæ til samstarfs við sig í verkefni. Sér í lagi ef hún er nýgræðingur. Þannig breytist ástandið ekki. Við þurfum pressu að ofan til að þetta breytist. Næsta skref er að fá karlana í lið með okkur því þetta er ekki einkamál okkar kvenna. Ég veit að þeir eru margir sem eru með okkur í liði en við þurfum öll að vera vakandi því konur geta líka verið karlrembur,“ bendir Dögg á. Hún telur lausnina geta falist í því að setja á kynjakvóta. „Já, ég tel að það sé þörf á aðgerðum sem skapa þrýsting á breytingar. Það þarf að vera vilji alls staðar til að breyta.“
Eddan Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent