Samningsstaða veikt - hvers vegna? Andrés Pétursson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun