Dæturnar eru í fyrsta sæti Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:00 "Ég gat platað fólk að ég væri sænskur,“ segir Sverrir og segist seinna hafa fundið fyrir því að vera utangarðs bæði í Svíþjóð og á Íslandi. "Maður kemur til Íslands og er ekki alveg inni í þjóðfélaginu hér.“ Vísir/valli Sverrir sá allt svart þegar hann tók á móti virtustu leiklistarverðlaunum Svía á dögunum, Gullbjöllunni. „Ég var tilnefndur til tvennra verðlauna og tók líka þátt í krefjandi skemmtiatriði, var að róla mér í loftrólu. Svo komu dætur mínar óvænt á svið. Þetta var allt saman mjög yfirþyrmandi, ég hafði mikið að hugsa um og þegar ég var loks kallaður á svið til að taka við verðlaununum þá sá ég bara allt svart. Ég gleymdi öllu sem ég ætlaði að segja,“ segir hann og hlær. Það kom ekki að sök, í þakkarræðunni sendi Sverrir kveðju til föður síns og fjölskyldu á Íslandi. Sverrir ólst upp í Reykjavík en fluttist til Svíþjóðar fyrir 25 árum. Þótt fjölskylda hans hafi nærri öll snúið aftur til Íslands býr Sverrir enn í Stokkhólmi með dætrum sínum þremur. Ferillinn hófst í Borgarleikhúsinu Hann hlaut sænsku Gullbjölluna fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Flugparken, sem er opnunarmynd Stockfish, evrópskrar kvikmyndahátíðar sem nú stendur yfir í Bíói Paradís. Sverrir er einn af þekktustu leikurum Svíþjóðar og Íslendingar þekkja hann helst fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum um Wallander lögreglumann. Leikferill Sverris hófst hins vegar á sviði Borgarleikhússins. Þar lék hann Ólaf Kárason Ljósvíking sem barn í opnunarsýningu Borgarleikhússins á Ljósi heimsins 1989, þá ellefu ára. Um frammistöðu hans sagði Auður Eydal, þáverandi leiklistarrýnir DV: „Spegill sálar hans, hinn ungi Óli, var ótrúlega vel leikinn af Sverri Páli Guðnasyni, skýrmæltum og yndislegum dreng.“ Sverrir varð fyrir djúpstæðum áhrifum og ákvað að verða leikari og Kjartan Ragnarsson, leikstjóra sýningarinnar, nefnir hann að sé enn þann dag í dag hans helsti áhrifavaldur. „Ég fékk hlutverkið eftir leikprufu. Í prufuna fóru heilmargir strákar úr skólum á Reykjavíkursvæðinu og svo fékk ég hlutverkið. Ég hafði lítið leikið áður en reynslan var stórkostleg. Þetta hafði mikil áhrif á mig og gerði það eiginlega að verkum að ég var ákveðinn ellefu ára að verða leikari. Kjartan Ragnarsson leikstjóri var magnaður og enn þann dag í dag tel ég hann vera einn af þeim sem hafa gefið mér mestan innblástur.“Sverrir lék í áramótaskaupinu árið 1989. Hér sést hann í forgrunni með derhúfu.Sverrir lék einnig í áramótaskaupi RÚV árið 1989 og hafði gaman af. Leiklistarbakterían tók sér bólfestu. Hann fluttist ári seinna til Svíþjóðar með foreldrum sínum. Faðir hans fékk prófessorstöðu í byggingartækni. Sverrir kunni ekki sænsku og þurfti að fóta sig í nýju samfélagi. Á þessum árum hélt hann að draumurinn væri úti. „Ég kunni ekki sænsku og hélt að draumurinn væri glataður. Það var spennandi að koma til Svíþjóðar, það er náttúrulega margt öðruvísi. Ég talaði ensku til að byrja með og þá er maður svolítið kúl, svo reyndi ég að tala sænsku og var alls ekki kúl. Þetta er ekki besti aldurinn til að flytja. Ég þurfti auðvitað að kveðja vini mína sem var erfitt.“ Alltaf utangarðs Honum gekk greiðlega að samlagast sænsku þjóðfélagi og byrjaði að elta leiklistardrauminn í menntaskóla. Hann lýsir togstreitunni sem fylgir því að festa rætur á nýjum stað. „Ég byrjaði að leika aftur í menntaskóla og eignaðist að sjálfsögðu vini. En ég hef alltaf verið svolítið utangarðs í Svíþjóð þótt ég hafi lært á venjur samfélagsins og að vera alvöru Svíi. Ég gat platað fólk að ég væri sænskur,“ segir hann og segist seinna hafa fundið fyrir því sama á Íslandi. Slík séu örlög þess sem á sér tvö heimalönd. „Maður kemur til Íslands og er ekki alveg inni í þjóðfélaginu hér.“ Svíar svartsýnni en Íslendingar Hann segir mikinn mun á sænsku og íslensku hugarfari. Það íslenska hafi fylgt honum og nýtist honum vel í leiklistinni. „Svíar eiga það til að vera svolítið svartsýnir en Íslendingar ávallt bjartsýnir. Þeim finnst ekkert ómögulegt og hugsa með sér, þetta reddast. Þegar ég flutti út þá fann ég strax menningarmuninn. Ef mig langaði að fara í bíó með vinum mínum, þá var ekki hægt að láta sér detta það í hug og skella sér. Nei, krakkar voru að plana slíkar ferðir marga daga fram í tímann í dagbókinni sinni. Ég hef aldrei fattað það og íslenska hugarfarið á betur við mig. Það nýtist mér líklega stundum mjög vel í leiklistinni í krefjandi verkefnum.“Frelsið í ReykjavíkSverrir átti heima í Vesturbæ Reykjavíkur áður en hann flutti til Stokkhólms árið 1990. Hann segist hafa notið frelsisins og segir sænsk börn fullorðnast fyrr. „Við fluttum til Svíþjóðar af því pabbi varð prófessor í byggingartækni. Ég átti heima á Grenimel og kunni vel við þetta frelsi sem krakkar hafa ekki í dag, sérstaklega ekki í Stokkhólmi. Við lékum okkur þangað til við vorum kölluð inn. Svo fann ég þegar ég flutti út að krakkar voru fullorðnari í Svíþjóð. Ég hef það á tilfinningunni að íslensk börn hafi fengið að vera lengur börn en þau sænsku.“ Hann er á Íslandi, hann var viðstaddur opnunarkvöld Stockfish, evrópskrar kvikmyndahátíðar sem nú stendur yfir í Bíói Paradís. Hann notar tækifærið og heimsækir foreldra sína sem búa á Seltjarnarnesi, fer í sund í Neslauginni og hefur það náðugt. „Ég kem hingað að minnsta kosti einu sinni á ári í frí, á sumrin eða um jólin en hef komið oftar en vanalega upp á síðkastið,“ segir Sverrir og segir gott að koma hingað til að slaka á. „Ég geri mest lítið, fer í sund og í sumarbústað. Mér finnst líka gaman að skreppa í veiðitúr.“Veiktist í tökumOpnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar, Flugparken, fjallar um fyrrverandi hokkíleikara sem þarf að takast á við dauða besta vinar síns. Sverrir leikur uppgjafa íshokkíleikara með brotna sjálfsmynd. „Ég leik mann sem var íshokkíleikari og hefur alist upp í frekar kaldranalegum heimi. Það er ekki bara íshokkíið þar sem tekist er á, líka í skólanum. Hann hefur aldrei verið númer eitt og verið lagður í einelti. Hann hefur reynt að þrauka og passa inn með því að fylgja öðrum og er laus við ákveðni. Þegar vinur hans hverfur, þá opnast möguleiki á að breyta um stefnu í lífinu. Áhorfendur vita ekki alveg hvað hann er að hugsa, hann prófar sig áfram, ekki endilega til góðs og er á mörkunum,“ segir Sverrir dulúðugur. Myndin er spennandi og mikilvægt að gefa ekki upp hvert átök söguhetjunnar leiða. Tökurnar voru erfiðar, leikarar og tökulið voru í hörkufrosti í tíu tíma á dag í nærri sjö vikur. „Þetta var líkamlega erfitt, því það var svo kalt. Við vorum sex eða sjö vikur í mínus 25 gráðum. Vorum úti allan tímann í tíu tíma á dag þannig að þetta var svolítið hart. Síðustu tvo dagana varð ég ógeðslega veikur. Þá þurfti að fresta tökum af því að ég var í eiginlega öllum senum og það töpuðust tveir tökudagar. Sem betur fer voru framleiðendur tryggðir fyrir þessu,“ segir hann og hlær. Sverrir þykir hafa gott næmi fyrir dekkri tónum tilverunnar. „Ég reyni að hafa smá breidd í karakternum. Það er eitthvað myrkur í okkur öllum og sársauki, þótt lífið sé að öðru leyti gott,“ segir hann og segir það misskilning að tenging við dekkri hliðar tilverunnar sé endilega slæmur hlutur.Dæturnar skipta mestu máli Sverrir á þrjár dætur, tíu, átta og tveggja ára, og er einhleypur. Hann sleit sambúð við seinni barnsmóður sína fyrir ári síðan. Þótt leiklistin sé krefjandi setur hann dætur sínar í fyrsta sæti, framann í annað sæti. Sú ákvörðun hefur orðið honum til farsældar. „Ég vanda mig við að velja mér verkefni vegna dætra minna. Kvikmyndir henta mér betur til þess að reyna að viðhalda eðlilegu fjölskyldulífi. Leikhúslífið er harðari heimur, þar er unnið mikið á kvöldin og ég vill ekki gera það. Ég kýs fremur að taka vinnuskorpur í nokkrar vikur í senn og helga svo tíma minn dætrum mínum. Ég hef líka komist að því að með því að setja dætur mínar í fyrsta sæti þá vanda ég mig líka meira í þeim verkefnum sem ég tek mér á hendur. Ég einbeiti mér betur, það er góð leið til þess að gera góða hluti að velja vel verkefni sín.“ Hann segir bæði sína mestu gleði og erfiðustu stundir varða börnin sín. „Það er stundum erfitt að skipuleggja lífið en með börnunum mínum á ég mínar bestu stundir. Ég er ánægður, ef ég er það ekki, þá sé ég það ekki núna,“ segir hann íhugull. „Þær eru einfaldlega það verðmætasta í lífi mínu. Ég held að allir breytist og þroskist þegar þeir eignast börn því þetta er í fyrsta skipti í lífinu sem maður lærir að elska einhvern meira en sjálfa sig. Það er gott og hollt.“„Svíar eiga það til að vera svolítið svartsýnir en Íslendingar ávallt bjartsýnir. Þeim finnst ekkert ómögulegt og hugsa með sér, þetta reddast.“Vísir/ValliTónlistin er innblástur Á milli þess sem hann sinnir leiklist og fjölskyldunni nýtur hann lífsins. Hann hefur gaman af ferðalögum, að elda mat og hlusta á góða tónlist. Tónlist notar hann oft sem innblástur í leik. Hér í Reykjavík ætlar hann einmitt að leita sér að góðri tónlist til að taka með sér aftur til Stokkhólms. „Ég myndi vilja segja að ég ferðaðist mikið. En ég ferðast oft ekki að eigin frumkvæði, vegna þess hvað það er mikið að gera er ég leiddur á staði sem koma mér síðan á óvart. Það er gaman, en ég væri líka til að ferðast sjálfur. Mig langar til dæmis mjög mikið til Japan. Ég hef líka gaman af því að hlusta á tónlist, um þessar mundir hlusta ég mest á tónlist frá The L.A. canyons 1967 til 1976. Ég ætla að kaupa mér einhverjar íslenskar plötur núna um helgina. Ég spila líka og syng, þótt ég fái nú ekki oft borgað fyrir það,“ segir hann og gerir lítið úr hæfileikum sínum. „Ég hef unnið mikið með leikstjóranum Mikael Marcimain. Ég fæ mikla orku af því að vinna með honum. Hann getur leikstýrt mér með því að láta mig fá plötu til að hlusta á, eða lag. Tónlist skiptir mig miklu máli.“Vill ekki láta plata sig Beðinn um að lýsa sjálfum sér segist hann fyrst og fremst vera hreinskiptinn. Hann vill að aðrir komi hreint fram við sig þrátt fyrir að lifa og hrærast í því að setja á svið tilfinningar. „Ég vil helst ekki plata fólk og ég vil ekki vera plataður. Ekki í daglega lífinu. Ég held að ég sé ágætis náungi, Það er erfitt að lýsa sjálfum sér. Það sem mér finnst skemmtilegast er þegar ég segi já við einhverju mjög krefjandi sem ég þarf að leggja mig fram við að gera. Gallar mínir hljóta svo að vera hvað ég er óskipulagður og óstrúktúraður.“ Hann segist vel geta hugsað sér að flytja til Íslands. Það geti þó reynst erfitt. Líf dætra hans er í Svíþjóð og þaðan vill hann ekki rífa þær upp með rótum. Hann segir lausnina felast í því að koma oftar í heimsókn og vinna verkefni á landinu. „Ég væri alveg til í að flytja en það yrði of erfitt með stelpurnar. Þeirra líf er hér en ég væri til í að vinna meira á Íslandi. Hingað til hefur hins vegar verið of mikið að gera í Svíþjóð. En ég ætla að tala við fólk um verkefni hér,“ segir Sverrir og gefur lítið annað uppi. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sverrir sá allt svart þegar hann tók á móti virtustu leiklistarverðlaunum Svía á dögunum, Gullbjöllunni. „Ég var tilnefndur til tvennra verðlauna og tók líka þátt í krefjandi skemmtiatriði, var að róla mér í loftrólu. Svo komu dætur mínar óvænt á svið. Þetta var allt saman mjög yfirþyrmandi, ég hafði mikið að hugsa um og þegar ég var loks kallaður á svið til að taka við verðlaununum þá sá ég bara allt svart. Ég gleymdi öllu sem ég ætlaði að segja,“ segir hann og hlær. Það kom ekki að sök, í þakkarræðunni sendi Sverrir kveðju til föður síns og fjölskyldu á Íslandi. Sverrir ólst upp í Reykjavík en fluttist til Svíþjóðar fyrir 25 árum. Þótt fjölskylda hans hafi nærri öll snúið aftur til Íslands býr Sverrir enn í Stokkhólmi með dætrum sínum þremur. Ferillinn hófst í Borgarleikhúsinu Hann hlaut sænsku Gullbjölluna fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Flugparken, sem er opnunarmynd Stockfish, evrópskrar kvikmyndahátíðar sem nú stendur yfir í Bíói Paradís. Sverrir er einn af þekktustu leikurum Svíþjóðar og Íslendingar þekkja hann helst fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum um Wallander lögreglumann. Leikferill Sverris hófst hins vegar á sviði Borgarleikhússins. Þar lék hann Ólaf Kárason Ljósvíking sem barn í opnunarsýningu Borgarleikhússins á Ljósi heimsins 1989, þá ellefu ára. Um frammistöðu hans sagði Auður Eydal, þáverandi leiklistarrýnir DV: „Spegill sálar hans, hinn ungi Óli, var ótrúlega vel leikinn af Sverri Páli Guðnasyni, skýrmæltum og yndislegum dreng.“ Sverrir varð fyrir djúpstæðum áhrifum og ákvað að verða leikari og Kjartan Ragnarsson, leikstjóra sýningarinnar, nefnir hann að sé enn þann dag í dag hans helsti áhrifavaldur. „Ég fékk hlutverkið eftir leikprufu. Í prufuna fóru heilmargir strákar úr skólum á Reykjavíkursvæðinu og svo fékk ég hlutverkið. Ég hafði lítið leikið áður en reynslan var stórkostleg. Þetta hafði mikil áhrif á mig og gerði það eiginlega að verkum að ég var ákveðinn ellefu ára að verða leikari. Kjartan Ragnarsson leikstjóri var magnaður og enn þann dag í dag tel ég hann vera einn af þeim sem hafa gefið mér mestan innblástur.“Sverrir lék í áramótaskaupinu árið 1989. Hér sést hann í forgrunni með derhúfu.Sverrir lék einnig í áramótaskaupi RÚV árið 1989 og hafði gaman af. Leiklistarbakterían tók sér bólfestu. Hann fluttist ári seinna til Svíþjóðar með foreldrum sínum. Faðir hans fékk prófessorstöðu í byggingartækni. Sverrir kunni ekki sænsku og þurfti að fóta sig í nýju samfélagi. Á þessum árum hélt hann að draumurinn væri úti. „Ég kunni ekki sænsku og hélt að draumurinn væri glataður. Það var spennandi að koma til Svíþjóðar, það er náttúrulega margt öðruvísi. Ég talaði ensku til að byrja með og þá er maður svolítið kúl, svo reyndi ég að tala sænsku og var alls ekki kúl. Þetta er ekki besti aldurinn til að flytja. Ég þurfti auðvitað að kveðja vini mína sem var erfitt.“ Alltaf utangarðs Honum gekk greiðlega að samlagast sænsku þjóðfélagi og byrjaði að elta leiklistardrauminn í menntaskóla. Hann lýsir togstreitunni sem fylgir því að festa rætur á nýjum stað. „Ég byrjaði að leika aftur í menntaskóla og eignaðist að sjálfsögðu vini. En ég hef alltaf verið svolítið utangarðs í Svíþjóð þótt ég hafi lært á venjur samfélagsins og að vera alvöru Svíi. Ég gat platað fólk að ég væri sænskur,“ segir hann og segist seinna hafa fundið fyrir því sama á Íslandi. Slík séu örlög þess sem á sér tvö heimalönd. „Maður kemur til Íslands og er ekki alveg inni í þjóðfélaginu hér.“ Svíar svartsýnni en Íslendingar Hann segir mikinn mun á sænsku og íslensku hugarfari. Það íslenska hafi fylgt honum og nýtist honum vel í leiklistinni. „Svíar eiga það til að vera svolítið svartsýnir en Íslendingar ávallt bjartsýnir. Þeim finnst ekkert ómögulegt og hugsa með sér, þetta reddast. Þegar ég flutti út þá fann ég strax menningarmuninn. Ef mig langaði að fara í bíó með vinum mínum, þá var ekki hægt að láta sér detta það í hug og skella sér. Nei, krakkar voru að plana slíkar ferðir marga daga fram í tímann í dagbókinni sinni. Ég hef aldrei fattað það og íslenska hugarfarið á betur við mig. Það nýtist mér líklega stundum mjög vel í leiklistinni í krefjandi verkefnum.“Frelsið í ReykjavíkSverrir átti heima í Vesturbæ Reykjavíkur áður en hann flutti til Stokkhólms árið 1990. Hann segist hafa notið frelsisins og segir sænsk börn fullorðnast fyrr. „Við fluttum til Svíþjóðar af því pabbi varð prófessor í byggingartækni. Ég átti heima á Grenimel og kunni vel við þetta frelsi sem krakkar hafa ekki í dag, sérstaklega ekki í Stokkhólmi. Við lékum okkur þangað til við vorum kölluð inn. Svo fann ég þegar ég flutti út að krakkar voru fullorðnari í Svíþjóð. Ég hef það á tilfinningunni að íslensk börn hafi fengið að vera lengur börn en þau sænsku.“ Hann er á Íslandi, hann var viðstaddur opnunarkvöld Stockfish, evrópskrar kvikmyndahátíðar sem nú stendur yfir í Bíói Paradís. Hann notar tækifærið og heimsækir foreldra sína sem búa á Seltjarnarnesi, fer í sund í Neslauginni og hefur það náðugt. „Ég kem hingað að minnsta kosti einu sinni á ári í frí, á sumrin eða um jólin en hef komið oftar en vanalega upp á síðkastið,“ segir Sverrir og segir gott að koma hingað til að slaka á. „Ég geri mest lítið, fer í sund og í sumarbústað. Mér finnst líka gaman að skreppa í veiðitúr.“Veiktist í tökumOpnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar, Flugparken, fjallar um fyrrverandi hokkíleikara sem þarf að takast á við dauða besta vinar síns. Sverrir leikur uppgjafa íshokkíleikara með brotna sjálfsmynd. „Ég leik mann sem var íshokkíleikari og hefur alist upp í frekar kaldranalegum heimi. Það er ekki bara íshokkíið þar sem tekist er á, líka í skólanum. Hann hefur aldrei verið númer eitt og verið lagður í einelti. Hann hefur reynt að þrauka og passa inn með því að fylgja öðrum og er laus við ákveðni. Þegar vinur hans hverfur, þá opnast möguleiki á að breyta um stefnu í lífinu. Áhorfendur vita ekki alveg hvað hann er að hugsa, hann prófar sig áfram, ekki endilega til góðs og er á mörkunum,“ segir Sverrir dulúðugur. Myndin er spennandi og mikilvægt að gefa ekki upp hvert átök söguhetjunnar leiða. Tökurnar voru erfiðar, leikarar og tökulið voru í hörkufrosti í tíu tíma á dag í nærri sjö vikur. „Þetta var líkamlega erfitt, því það var svo kalt. Við vorum sex eða sjö vikur í mínus 25 gráðum. Vorum úti allan tímann í tíu tíma á dag þannig að þetta var svolítið hart. Síðustu tvo dagana varð ég ógeðslega veikur. Þá þurfti að fresta tökum af því að ég var í eiginlega öllum senum og það töpuðust tveir tökudagar. Sem betur fer voru framleiðendur tryggðir fyrir þessu,“ segir hann og hlær. Sverrir þykir hafa gott næmi fyrir dekkri tónum tilverunnar. „Ég reyni að hafa smá breidd í karakternum. Það er eitthvað myrkur í okkur öllum og sársauki, þótt lífið sé að öðru leyti gott,“ segir hann og segir það misskilning að tenging við dekkri hliðar tilverunnar sé endilega slæmur hlutur.Dæturnar skipta mestu máli Sverrir á þrjár dætur, tíu, átta og tveggja ára, og er einhleypur. Hann sleit sambúð við seinni barnsmóður sína fyrir ári síðan. Þótt leiklistin sé krefjandi setur hann dætur sínar í fyrsta sæti, framann í annað sæti. Sú ákvörðun hefur orðið honum til farsældar. „Ég vanda mig við að velja mér verkefni vegna dætra minna. Kvikmyndir henta mér betur til þess að reyna að viðhalda eðlilegu fjölskyldulífi. Leikhúslífið er harðari heimur, þar er unnið mikið á kvöldin og ég vill ekki gera það. Ég kýs fremur að taka vinnuskorpur í nokkrar vikur í senn og helga svo tíma minn dætrum mínum. Ég hef líka komist að því að með því að setja dætur mínar í fyrsta sæti þá vanda ég mig líka meira í þeim verkefnum sem ég tek mér á hendur. Ég einbeiti mér betur, það er góð leið til þess að gera góða hluti að velja vel verkefni sín.“ Hann segir bæði sína mestu gleði og erfiðustu stundir varða börnin sín. „Það er stundum erfitt að skipuleggja lífið en með börnunum mínum á ég mínar bestu stundir. Ég er ánægður, ef ég er það ekki, þá sé ég það ekki núna,“ segir hann íhugull. „Þær eru einfaldlega það verðmætasta í lífi mínu. Ég held að allir breytist og þroskist þegar þeir eignast börn því þetta er í fyrsta skipti í lífinu sem maður lærir að elska einhvern meira en sjálfa sig. Það er gott og hollt.“„Svíar eiga það til að vera svolítið svartsýnir en Íslendingar ávallt bjartsýnir. Þeim finnst ekkert ómögulegt og hugsa með sér, þetta reddast.“Vísir/ValliTónlistin er innblástur Á milli þess sem hann sinnir leiklist og fjölskyldunni nýtur hann lífsins. Hann hefur gaman af ferðalögum, að elda mat og hlusta á góða tónlist. Tónlist notar hann oft sem innblástur í leik. Hér í Reykjavík ætlar hann einmitt að leita sér að góðri tónlist til að taka með sér aftur til Stokkhólms. „Ég myndi vilja segja að ég ferðaðist mikið. En ég ferðast oft ekki að eigin frumkvæði, vegna þess hvað það er mikið að gera er ég leiddur á staði sem koma mér síðan á óvart. Það er gaman, en ég væri líka til að ferðast sjálfur. Mig langar til dæmis mjög mikið til Japan. Ég hef líka gaman af því að hlusta á tónlist, um þessar mundir hlusta ég mest á tónlist frá The L.A. canyons 1967 til 1976. Ég ætla að kaupa mér einhverjar íslenskar plötur núna um helgina. Ég spila líka og syng, þótt ég fái nú ekki oft borgað fyrir það,“ segir hann og gerir lítið úr hæfileikum sínum. „Ég hef unnið mikið með leikstjóranum Mikael Marcimain. Ég fæ mikla orku af því að vinna með honum. Hann getur leikstýrt mér með því að láta mig fá plötu til að hlusta á, eða lag. Tónlist skiptir mig miklu máli.“Vill ekki láta plata sig Beðinn um að lýsa sjálfum sér segist hann fyrst og fremst vera hreinskiptinn. Hann vill að aðrir komi hreint fram við sig þrátt fyrir að lifa og hrærast í því að setja á svið tilfinningar. „Ég vil helst ekki plata fólk og ég vil ekki vera plataður. Ekki í daglega lífinu. Ég held að ég sé ágætis náungi, Það er erfitt að lýsa sjálfum sér. Það sem mér finnst skemmtilegast er þegar ég segi já við einhverju mjög krefjandi sem ég þarf að leggja mig fram við að gera. Gallar mínir hljóta svo að vera hvað ég er óskipulagður og óstrúktúraður.“ Hann segist vel geta hugsað sér að flytja til Íslands. Það geti þó reynst erfitt. Líf dætra hans er í Svíþjóð og þaðan vill hann ekki rífa þær upp með rótum. Hann segir lausnina felast í því að koma oftar í heimsókn og vinna verkefni á landinu. „Ég væri alveg til í að flytja en það yrði of erfitt með stelpurnar. Þeirra líf er hér en ég væri til í að vinna meira á Íslandi. Hingað til hefur hins vegar verið of mikið að gera í Svíþjóð. En ég ætla að tala við fólk um verkefni hér,“ segir Sverrir og gefur lítið annað uppi.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira