Hver er þessi Al Thani? Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. febrúar 2015 09:00 sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani vísir/Halldór Lítið sem ekkert hefur heyrst né spurst til mannsins sem Al Thani-sakamálið er nefnt eftir í daglegu tali, Sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani eða einfaldlega Sjeik Mohammed, eftir að rannsókn hófst á málinu hér á landi. Al Thani-málið svokallaða er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni sem sérstakur saksóknari rak gegn fjórum einstaklingum, fyrrverandi stjórnendum eða eigendum bankans, vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við hinn vellauðuga kaupsýslumann Sjeik Mohammed frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Samningar tókust hinn 22. september 2008 um að Sjeik Mohammed keypti rúmlega fimm prósent hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins. Lítið er vitað um Sjeik Mohammed á Íslandi og á tímabili velti ákæruvaldið fyrir sér hvort hann væri yfirhöfuð til.Núverandi emír í Katar er sjeik Mamim bin Hamad bin Khalifa Al ThaniEin efnaðasta fjölskylda heims Al Thani-ættin hefur verið við völd í Katar síðan á 19. öld. Katar er eitt auðugasta ríki heims í ljósi auðugra náttúruauðlinda og er Al Thani-ættin ein efnaðasta fjölskylda heims. Um er að ræða einveldi sem erfist í beinan karllegg. Emírinn er höfuð ættarinnar og hann velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Sjeik Mohammed er fæddur árið 1964 í Doha, höfuðborg Katar. Hann býr í höllinni Al Shahaniya Pallace í bænum Al Shahaniya. Faðir sjeiks Mohammeds er sjeik Khalifa bin Hamad Al Thani. Hann var einráður emír í Katar 1972 til 1995. Einn bræðra sjeik Mohammeds er sjeik Hamad bin Khalifa Al Thani en hann var emír í Katar 1995 til 2013 eftir að hafa steypt föður þeirra af stóli. Flökkusagan í Katar segir að ósætti hafi orðið innan fjölskyldunnar eftir valdatökuna þar sem hinir bræðurnir, meðal annars sjeik Mohammed, hefðu getað orðið einvaldir. Á þeim tíma er viðskipti íslensku fjórmenninganna áttu sér stað við sjeik Mohammed var hann bróðir ríkjandi emírs í Katar. Núverandi emír í Katar er sjeik Tamim bin Hamad bin Khalifa Al Thani og er bróðursonur sjeik Mohameds. Fáar myndir eru til af sjeik Mohammed. Hér er skjáskot af netmiðli Katar. Hann er annar frá vinstri.Svona kynntist Al Thani Kaupþingsmönnum Sjeik Mohammed er mikill áhugamaður um hestamennsku og er eigandi Al Shahania Stud sem er viðurkennt alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki. Tenging sjeik Mohammeds við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar. Vinskapur þeirra er sagður kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni, en Ólafur heimsótti meðal annars Al Shahania-býlið í Doha sem er í eigu sjeiksins. Ólafur Ólafsson var sá sem kynnti sjeik Mohammed fyrir Kauþingi banka og hafði milligöngu um viðskiptin. Ólafur lýsti því yfir í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi á árinu 2005 kynnst sjeiknum og frænda hans sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, sem kom að undirbúningi viðskiptanna með hlutabréf í Kaupþingi. Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani kom til Íslands með Sigurði Einarssyni árið 2008 og sótti hann kynningarfund um Kaupþing banka hf. með Hreiðari Má, fyrrverandi forstjóra bankans. Ólafur og Sigurður voru við skotveiðar í Englandi árið 2008 með þeim frændum, sjeik Mohammed og sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, þar sem þeir lýstu yfir hrifningu sinni á bankanum. Fljótlega eftir veiðiferðina bar Hreiðar Már upp við Ólaf að kanna hvort sjeik Mohammed kynni að hafa áhuga á að kaupa hlut í bankanum, sem hann gerði og stuttu síðar var staðfest að áhugi væri fyrir hendi. Samkomulag tókst svo í september 2008.Sögulegur dómur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Ólafur Ólafsson, fjárfestir hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn fyrir markaðsmisnotkun. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í umboðssvikum. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið.Sjeik Mohammed til vinstriMyndir og upplýsingar um sjeikinn eru af skornum skammtiUpplýsingar um konungsfjölskylduna í Katar eru af skornum skammti. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir þessum fyrri störfum sjeiksins.Stjórnarformaður í Qatar National Bank árið 1990.Fjármálaráðherra í Katar á árunum 1995 til ársins 1998.Ráðgjafi emírsins, bróður síns.Aðstoðarforsætisráðherra Katar í stjórnartíð bróður síns. Fjárfestir Hann á fjölmörg félög um allan heim. Vitað er fyrir víst að ættin hefur fjárfest gríðarlega mikið í London, meðal annars í verslunarhúsinu Harrods.Átti íslensk hlutafélög, meðal annars Q Iceland Finance sem keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi. Ákæran í Al-Thani-málinu snerist að hluta um lánveitingar til aflandsfélaga á Jómfrúaeyjum sem fjármögnuðu Q Iceland Finance. Eigandi „Al Shahania Stud“ sem er alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki í Doha. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Lítið sem ekkert hefur heyrst né spurst til mannsins sem Al Thani-sakamálið er nefnt eftir í daglegu tali, Sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani eða einfaldlega Sjeik Mohammed, eftir að rannsókn hófst á málinu hér á landi. Al Thani-málið svokallaða er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni sem sérstakur saksóknari rak gegn fjórum einstaklingum, fyrrverandi stjórnendum eða eigendum bankans, vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við hinn vellauðuga kaupsýslumann Sjeik Mohammed frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Samningar tókust hinn 22. september 2008 um að Sjeik Mohammed keypti rúmlega fimm prósent hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins. Lítið er vitað um Sjeik Mohammed á Íslandi og á tímabili velti ákæruvaldið fyrir sér hvort hann væri yfirhöfuð til.Núverandi emír í Katar er sjeik Mamim bin Hamad bin Khalifa Al ThaniEin efnaðasta fjölskylda heims Al Thani-ættin hefur verið við völd í Katar síðan á 19. öld. Katar er eitt auðugasta ríki heims í ljósi auðugra náttúruauðlinda og er Al Thani-ættin ein efnaðasta fjölskylda heims. Um er að ræða einveldi sem erfist í beinan karllegg. Emírinn er höfuð ættarinnar og hann velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Sjeik Mohammed er fæddur árið 1964 í Doha, höfuðborg Katar. Hann býr í höllinni Al Shahaniya Pallace í bænum Al Shahaniya. Faðir sjeiks Mohammeds er sjeik Khalifa bin Hamad Al Thani. Hann var einráður emír í Katar 1972 til 1995. Einn bræðra sjeik Mohammeds er sjeik Hamad bin Khalifa Al Thani en hann var emír í Katar 1995 til 2013 eftir að hafa steypt föður þeirra af stóli. Flökkusagan í Katar segir að ósætti hafi orðið innan fjölskyldunnar eftir valdatökuna þar sem hinir bræðurnir, meðal annars sjeik Mohammed, hefðu getað orðið einvaldir. Á þeim tíma er viðskipti íslensku fjórmenninganna áttu sér stað við sjeik Mohammed var hann bróðir ríkjandi emírs í Katar. Núverandi emír í Katar er sjeik Tamim bin Hamad bin Khalifa Al Thani og er bróðursonur sjeik Mohameds. Fáar myndir eru til af sjeik Mohammed. Hér er skjáskot af netmiðli Katar. Hann er annar frá vinstri.Svona kynntist Al Thani Kaupþingsmönnum Sjeik Mohammed er mikill áhugamaður um hestamennsku og er eigandi Al Shahania Stud sem er viðurkennt alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki. Tenging sjeik Mohammeds við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar. Vinskapur þeirra er sagður kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni, en Ólafur heimsótti meðal annars Al Shahania-býlið í Doha sem er í eigu sjeiksins. Ólafur Ólafsson var sá sem kynnti sjeik Mohammed fyrir Kauþingi banka og hafði milligöngu um viðskiptin. Ólafur lýsti því yfir í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi á árinu 2005 kynnst sjeiknum og frænda hans sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, sem kom að undirbúningi viðskiptanna með hlutabréf í Kaupþingi. Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani kom til Íslands með Sigurði Einarssyni árið 2008 og sótti hann kynningarfund um Kaupþing banka hf. með Hreiðari Má, fyrrverandi forstjóra bankans. Ólafur og Sigurður voru við skotveiðar í Englandi árið 2008 með þeim frændum, sjeik Mohammed og sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, þar sem þeir lýstu yfir hrifningu sinni á bankanum. Fljótlega eftir veiðiferðina bar Hreiðar Már upp við Ólaf að kanna hvort sjeik Mohammed kynni að hafa áhuga á að kaupa hlut í bankanum, sem hann gerði og stuttu síðar var staðfest að áhugi væri fyrir hendi. Samkomulag tókst svo í september 2008.Sögulegur dómur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Ólafur Ólafsson, fjárfestir hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn fyrir markaðsmisnotkun. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í umboðssvikum. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið.Sjeik Mohammed til vinstriMyndir og upplýsingar um sjeikinn eru af skornum skammtiUpplýsingar um konungsfjölskylduna í Katar eru af skornum skammti. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir þessum fyrri störfum sjeiksins.Stjórnarformaður í Qatar National Bank árið 1990.Fjármálaráðherra í Katar á árunum 1995 til ársins 1998.Ráðgjafi emírsins, bróður síns.Aðstoðarforsætisráðherra Katar í stjórnartíð bróður síns. Fjárfestir Hann á fjölmörg félög um allan heim. Vitað er fyrir víst að ættin hefur fjárfest gríðarlega mikið í London, meðal annars í verslunarhúsinu Harrods.Átti íslensk hlutafélög, meðal annars Q Iceland Finance sem keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi. Ákæran í Al-Thani-málinu snerist að hluta um lánveitingar til aflandsfélaga á Jómfrúaeyjum sem fjármögnuðu Q Iceland Finance. Eigandi „Al Shahania Stud“ sem er alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki í Doha.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira