Niðurstöðu að vænta um sýningu í Perlu Svavar Hávarðsson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Með samningi um að Háskóli Íslands taki yfir Loftskeytastöðina missir Náttúruminjasafn Íslands skrifstofuaðstöðu sína, en safnið hefur enga aðstöðu fyrir sýningahald. fréttablaðið/gva Vegna skorts á fjármunum verður ekki ráðist í nýbyggingu í tengslum við Náttúruminjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé fullur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkurborg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi.illugi gunnarssonHann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýning verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjármuni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminjasafnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er allsendis óvíst hvar því verður niðurkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist forstöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferðaþjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Náttúruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónustunni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminjasafnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. Hilmar J. Malmquist„Rökin geta ekki verið af rekstrarlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminjasafns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi aðstöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍŸ 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015. Tengdar fréttir Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Vegna skorts á fjármunum verður ekki ráðist í nýbyggingu í tengslum við Náttúruminjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé fullur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkurborg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi.illugi gunnarssonHann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýning verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjármuni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminjasafnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er allsendis óvíst hvar því verður niðurkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist forstöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferðaþjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Náttúruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónustunni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminjasafnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. Hilmar J. Malmquist„Rökin geta ekki verið af rekstrarlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminjasafns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi aðstöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍŸ 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015.
Tengdar fréttir Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00