Sverrir og Petrúnella eru pottþétt bikartvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 08:00 Petrúnella Skúladóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikarnum fyrir Grindavík í Höllinni. vísir/Þórdís Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58