Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Gunnar Einarsson bæjarstjórinn kveðst vilja hafa aga á umræðunni í Garðabæ. Fréttablaðið/GVA „Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
„Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira