Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 11:00 Á vefnum naestaskref.is eiga að vera gagnvirk tæki og meðal annars áhugasviðskönnun til að auðvelda fólki að átta sig á við hvað það vill starfa. Vísir/GVA Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram. Þegar Evrópusambandið, ESB, sagði upp samningum um svokallaða IPA-styrki í febrúar í fyrra var styrkveitingum til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem stýrði verkefninu hætt í kjölfarið. Þá hafði 30 milljónum króna verið varið til smíði vefsins. Áætlað var að verkefnið, sem hófst árið 2012, myndi kosta um 100 milljónir. „Það er mikilvægt að við getum haldið þessari vinnu áfram til þess að vefurinn hafi það gildi sem hann á að hafa. Upplýsingar á vefnum, sem var opnaður í desember síðastliðnum, um störf og nám gætu orðið úreltar eftir tvö til þrjú ár,“ segir Fjóla María Lárusdóttir, sem veitir verkefninu forystu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fjóla getur þess að sent hafi verið erindi vegna samningsrofsins til umboðsmanns Evrópusambandsins sem styðji málstað Fræðslumiðstöðvarinnar. „En óvíst er hvort við fáum aftur fjármagn frá Evrópusambandinu. Það er mikilvægt að einhver grípi boltann. Það er mikið í húfi fyrir markhópinn okkar. Það eru komnar um 200 starfs- og námslýsingar á vefinn en við eigum eftir að ljúka hátt í 300 til viðbótar. Við eigum eftir að bæta við gagnvirkum tækjum um meðal annars áhugasviðskönnun sem gæti verið tæki fyrir fólk til að átta sig á hvað það vill verða. Fólk þarf að vita hvaða störf eru á markaði og vita leiðina að þeim. Það er ástæða til að upplýsa um heim starfanna en ekki bara um nám sem er í boði. Við höldum glæðum í vefnum meðan við getum en það er ekki hægt að gera það af afli fyrr en búið er að skilgreina hvar verkefnið á að vera. Féð er horfið og við þurfum að sinna annarri starfsemi.“ Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf var samstarfsaðili í þeim þætti verkefnisins sem lýtur að hönnun og þróun vefsins. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stýrði þeirri vinnu. „Við erum hálfnuð með verk sem lengi var þörf á hér. Nágrannaþjóðir okkar eru allar með svona vefi og þar þykir þetta sjálfsagt. Megintilgangur vefsins er að jafna aðgengi fólks að hlutlausum upplýsingum um nám og störf og veita stuðning á starfsferli í formi ráðgjafar og fræðsluefnis en einnig að vera þeim hvatning sem alla jafna myndu ekki leita persónulegrar náms- og starfsráðgjafar. Nú finnst mér verkefnið vera eins og píanó sem búið er að skera í tvennt og bara vírarnir upp í loftið. Verkefninu var hætt í miðju kafi án þess að gengið væri frá neinu.“ Fjóla tekur það fram að vilji sé hjá mörgum hagsmunaaðilum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að verkefninu verði haldið áfram. „Við þurfum að finna leiðir til að halda áfram að þróa vefinn og uppfæra upplýsingar þannig að hann sé tæki sem gagnast almenningi í því að taka ákvarðanir um náms- og starfsval.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram. Þegar Evrópusambandið, ESB, sagði upp samningum um svokallaða IPA-styrki í febrúar í fyrra var styrkveitingum til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem stýrði verkefninu hætt í kjölfarið. Þá hafði 30 milljónum króna verið varið til smíði vefsins. Áætlað var að verkefnið, sem hófst árið 2012, myndi kosta um 100 milljónir. „Það er mikilvægt að við getum haldið þessari vinnu áfram til þess að vefurinn hafi það gildi sem hann á að hafa. Upplýsingar á vefnum, sem var opnaður í desember síðastliðnum, um störf og nám gætu orðið úreltar eftir tvö til þrjú ár,“ segir Fjóla María Lárusdóttir, sem veitir verkefninu forystu hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fjóla getur þess að sent hafi verið erindi vegna samningsrofsins til umboðsmanns Evrópusambandsins sem styðji málstað Fræðslumiðstöðvarinnar. „En óvíst er hvort við fáum aftur fjármagn frá Evrópusambandinu. Það er mikilvægt að einhver grípi boltann. Það er mikið í húfi fyrir markhópinn okkar. Það eru komnar um 200 starfs- og námslýsingar á vefinn en við eigum eftir að ljúka hátt í 300 til viðbótar. Við eigum eftir að bæta við gagnvirkum tækjum um meðal annars áhugasviðskönnun sem gæti verið tæki fyrir fólk til að átta sig á hvað það vill verða. Fólk þarf að vita hvaða störf eru á markaði og vita leiðina að þeim. Það er ástæða til að upplýsa um heim starfanna en ekki bara um nám sem er í boði. Við höldum glæðum í vefnum meðan við getum en það er ekki hægt að gera það af afli fyrr en búið er að skilgreina hvar verkefnið á að vera. Féð er horfið og við þurfum að sinna annarri starfsemi.“ Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf var samstarfsaðili í þeim þætti verkefnisins sem lýtur að hönnun og þróun vefsins. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stýrði þeirri vinnu. „Við erum hálfnuð með verk sem lengi var þörf á hér. Nágrannaþjóðir okkar eru allar með svona vefi og þar þykir þetta sjálfsagt. Megintilgangur vefsins er að jafna aðgengi fólks að hlutlausum upplýsingum um nám og störf og veita stuðning á starfsferli í formi ráðgjafar og fræðsluefnis en einnig að vera þeim hvatning sem alla jafna myndu ekki leita persónulegrar náms- og starfsráðgjafar. Nú finnst mér verkefnið vera eins og píanó sem búið er að skera í tvennt og bara vírarnir upp í loftið. Verkefninu var hætt í miðju kafi án þess að gengið væri frá neinu.“ Fjóla tekur það fram að vilji sé hjá mörgum hagsmunaaðilum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að verkefninu verði haldið áfram. „Við þurfum að finna leiðir til að halda áfram að þróa vefinn og uppfæra upplýsingar þannig að hann sé tæki sem gagnast almenningi í því að taka ákvarðanir um náms- og starfsval.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira