Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af mislingafaröldrum að utan. Tilfellin skipta þúsundum. Vísir/Getty „Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
„Ef það kæmi upp smitsjúkdómur í skóla þá skiptir það máli fyrir allt skólasamfélagið og hvað mest foreldra, alveg óháð því hvort barn þeirra sé í beinni eða óbeinni hættu,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í gær varðandi stefnu um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. „Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra,“ er ein þeirra spurninga sem Ólafur Þór lagði fram á fundinum. Í samtali við Fréttablaðið segir Ólafur Þór að ef foreldrar yrðu upplýstir hvað þetta varðar yrðu þeir meðvitaðari um áhættuna sem því fylgir. „Auðvitað ætti ekki að setja stimpil á persónu barnsins,“ segir Ólafur Þór aðspurður hvernig eigi að framkvæma slíka upplýsingagjöf til foreldra. „Það væri þá hlutverk skólanna að kanna hlutfall bólusettra nemenda og væri þá hægt að gefa út yfirlýsingu um það hversu mörg prósent af nemendum skólans væru bólusett. Þá hefðu foreldrar þann möguleika að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.“ Ólafur Þór tekur dæmi um það að þegar lúsafaraldur kemur upp í skólum fari öll börn heim með tilkynningu um að foreldrar eigi að bregðast við. „Síðan erum við með hættu á alvarlegum smitsjúkdómum eins og til dæmis mislingum og foreldrar fá ekki einu sinni að vita hvort önnur börn í skólanum séu bólusett,“ segir Ólafur sem telur að um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Í greinargerð Ólafs Þórs segir að á undanförnum vikum hafi borist fréttir af mislingafaröldrum að utan, og skipti tilfellin þúsundum. Sóttvarnalæknir telji það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinist hérlendis. Mikilvægt sé að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barna. Ólafur spurði á fundi bæjarráðs hvort einhver stefna væri til um bólusetningar barna í leik-og grunnskólum Kópavogs og hvort skólahjúkrunarfræðingar fylgdust með því hvort börnin væru bólusett.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira