Orkuþurrð í vegi milljarða fjárfestingar Svavar Hávarðsson skrifar 28. febrúar 2015 10:00 Tæki og búnaður er tekinn úr skipum sem eru rifin og seldur sérstaklega. Hér er Fernanda rifin. Vísir/Stefán „Ég hef verulegar áhyggjur af raforkuflutningskerfinu hingað inn á Eyjafjarðarsvæðið og þeim takmörkunum sem því fylgja,“ segir Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, en takmörkuð flutningsgeta mun að óbreyttu standa í vegi uppbyggingar sænsks fyrirtækis sem hefur lýst ríkum vilja til að byggja þurrkví til niðurrifs skipa og endurvinnslu á málmum. Um er að ræða fyrirtækið TS Shipping, en forsvarsmenn fyrirtækisins komu að máli við sveitarstjórnarfólk í Dalvíkurbyggð í maí og lýstu yfir áhuga á að setja á laggirnar iðnaðarfyrirtækið. Helsti kosturinn sem er til skoðunar er atvinnulóð á Hauganesi. „Það hafa verið viðræður í gangi allt þetta ár við TS Shipping og við vitum nokkurn veginn hver áform þeirra eru. Þeir hafa hitt fulltrúa Landsvirkjunar og sagt þeim hver þeirra orkuþörf er fyrir svona starfsemi en þegar maður kynnir sér upplýsingar um flutningsgetu raforku hingað þá kemur í ljós að hún er afar takmörkuð og getur sett áform sem þessi í uppnám,“ segir Bjarni. Hann sagði á aðalfundi Samorku á dögunum að orkuþörf TS Shipping væri 10 MW og fyrirtækið vildi m.a. byggja upp sína eigin höfn. Fullbúin verksmiðja eftir þeirra hugmyndum þýðir um 120 störf og fjárfestingin yrði um það bil 17 milljarðar íslenskra króna. Helst er til skoðunar atvinnulóð á milli Hauganess og Brimness, en þar er mjög aðdjúpt og aðstæður henta því vel.Verkefnið verið í þróun í þrjú ár DB blaðið, fréttamiðill Dalvíkurbyggðar, fjallaði um málið á miðvikudag. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að umsvifin séu mikil. Um 40 hektara lóð hefur verið nefnd, en til samanburðar krefst 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík 90 hektara iðnaðarlóðar. Verkefnið hefur verið í þróun í þrjú ár og hafa aðstæður hérlendis verið þaulkannaðar. Þegar skipulagsmál og hönnunarvinna er að baki tæki tvö til þrjú ár að byggja verksmiðjuna. Í fullum rekstri næmi endurvinnsla á stáli allt að 600.000 tonnum á ári, sem jafngildir niðurrifi á um 60 skipum – og koma öll skip til greina í verksmiðju af þeirri stærð sem fyrirhuguð er, eða frá herskipum til togskipa. Verkfræðistofan Mannvit vinnur nú umhverfisskýrslu sem Skipulagsstofnun gaumgæfir og ákveður hvort verkefnið þurfi í umhverfismat.Fengu ekki inni á Grundartanga af umhverfisástæðum TS Shipping nálgaðist stjórn Faxaflóahafna í fyrra með uppbyggingarhugmyndir fyrir þurrkvína á Grundartanga sem fékk ekki hljómgrunn. Voru nefndar ýmsar ástæður í fundargerð; verkefnið kallaði á umfangsmiklar lóðaframkvæmdir, breytingar á aðal- og deiliskipulagi og þá lá ekki fyrir hver umhverfisáhrif af starfseminni yrðu. Spurður um umhverfisþáttinn segir Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, að varla geti mikið verið að baki þeim áhyggjum stjórnarmanna Faxaflóahafna í ljósi starfseminnar sem þar er fyrir. Umhverfismálin væru ekki áhyggjuefni enda mikil áhersla lögð á umhverfisvæna og örugga starfsemi, eins og komið hefði fram í máli forsvarsmanna fyrirtækisins frá upphafi. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira
„Ég hef verulegar áhyggjur af raforkuflutningskerfinu hingað inn á Eyjafjarðarsvæðið og þeim takmörkunum sem því fylgja,“ segir Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, en takmörkuð flutningsgeta mun að óbreyttu standa í vegi uppbyggingar sænsks fyrirtækis sem hefur lýst ríkum vilja til að byggja þurrkví til niðurrifs skipa og endurvinnslu á málmum. Um er að ræða fyrirtækið TS Shipping, en forsvarsmenn fyrirtækisins komu að máli við sveitarstjórnarfólk í Dalvíkurbyggð í maí og lýstu yfir áhuga á að setja á laggirnar iðnaðarfyrirtækið. Helsti kosturinn sem er til skoðunar er atvinnulóð á Hauganesi. „Það hafa verið viðræður í gangi allt þetta ár við TS Shipping og við vitum nokkurn veginn hver áform þeirra eru. Þeir hafa hitt fulltrúa Landsvirkjunar og sagt þeim hver þeirra orkuþörf er fyrir svona starfsemi en þegar maður kynnir sér upplýsingar um flutningsgetu raforku hingað þá kemur í ljós að hún er afar takmörkuð og getur sett áform sem þessi í uppnám,“ segir Bjarni. Hann sagði á aðalfundi Samorku á dögunum að orkuþörf TS Shipping væri 10 MW og fyrirtækið vildi m.a. byggja upp sína eigin höfn. Fullbúin verksmiðja eftir þeirra hugmyndum þýðir um 120 störf og fjárfestingin yrði um það bil 17 milljarðar íslenskra króna. Helst er til skoðunar atvinnulóð á milli Hauganess og Brimness, en þar er mjög aðdjúpt og aðstæður henta því vel.Verkefnið verið í þróun í þrjú ár DB blaðið, fréttamiðill Dalvíkurbyggðar, fjallaði um málið á miðvikudag. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að umsvifin séu mikil. Um 40 hektara lóð hefur verið nefnd, en til samanburðar krefst 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík 90 hektara iðnaðarlóðar. Verkefnið hefur verið í þróun í þrjú ár og hafa aðstæður hérlendis verið þaulkannaðar. Þegar skipulagsmál og hönnunarvinna er að baki tæki tvö til þrjú ár að byggja verksmiðjuna. Í fullum rekstri næmi endurvinnsla á stáli allt að 600.000 tonnum á ári, sem jafngildir niðurrifi á um 60 skipum – og koma öll skip til greina í verksmiðju af þeirri stærð sem fyrirhuguð er, eða frá herskipum til togskipa. Verkfræðistofan Mannvit vinnur nú umhverfisskýrslu sem Skipulagsstofnun gaumgæfir og ákveður hvort verkefnið þurfi í umhverfismat.Fengu ekki inni á Grundartanga af umhverfisástæðum TS Shipping nálgaðist stjórn Faxaflóahafna í fyrra með uppbyggingarhugmyndir fyrir þurrkvína á Grundartanga sem fékk ekki hljómgrunn. Voru nefndar ýmsar ástæður í fundargerð; verkefnið kallaði á umfangsmiklar lóðaframkvæmdir, breytingar á aðal- og deiliskipulagi og þá lá ekki fyrir hver umhverfisáhrif af starfseminni yrðu. Spurður um umhverfisþáttinn segir Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, að varla geti mikið verið að baki þeim áhyggjum stjórnarmanna Faxaflóahafna í ljósi starfseminnar sem þar er fyrir. Umhverfismálin væru ekki áhyggjuefni enda mikil áhersla lögð á umhverfisvæna og örugga starfsemi, eins og komið hefði fram í máli forsvarsmanna fyrirtækisins frá upphafi.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira