Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2015 06:00 Kristófer Acox er mikill gormur. Hann treður hraustlega og tekur fráköst eins og enginn sé morgundagurinn í vörn og sókn. Fréttablaðið/getty „Tímabilið hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur, sérstaklega ekki í okkar riðli. Við spiluðum ágætlega fyrri hluta vetrar en seinni hlutinn hefur ekki verið nógu góður.“ Þetta segir Kristófer Acox, 21 árs gamall Vesturbæingur og körfuboltakappi sem spilar með Furman-háskólanum í Karólínuríki í Bandaríkjunum, í viðtali við Fréttablaðið. Kristófer og félagar spila í nokkuð sterkum suðurriðli efstu deild háskólaboltans vestanhafs. Furman hefur unnið átta leiki og tapað 20 og er með árangurinn 5-12 innan síns riðils. Sjálfum hefur Kristófer gengið mjög vel. Hann spilar sem framherji og er mjög öflugur í loftinu sem skilar honum mörgum fráköstum. Svo mörgum reyndar að hann er frákastahæstur í suðurriðlinum. Hann tók 17 slík í sigurleik liðsins aðfaranótt föstudags. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu,“ segir Kristófer sem er ætlað að hirða boltann upp við spjaldið. „Maður hefur sitt hlutverk í liðinu hérna úti. Ég er ekkert bara í fráköstum. Það er náttúrlega mikið lagt í varnarleikinn hérna og ég tel mig þokkalega góðan varnarmann.“Kristófer sækir að körfunni.Síðast sáu íslenskir körfuboltaáhugamenn Kristófer spila með uppeldisfélagi sínu KR veturinn 2012/2013. Hann heillaði alla með troðslum sínum og háloftatilþrifum, en lengi hefur verið vitað að þarna er á ferð mikill íþróttamaður. Hann segist vera orðinn enn betri en þá og kunna leikinn betur. „Ég hef vaxið mikið líkamlega og hef meiri leikskilning. Ég missti mikinn tíma út í fyrra þegar ég meiddist, en þetta er fyrsta heila tímabilið mitt eftir meiðslin. En já, ég ég tek miklum framförum,“ segir Kristófer. Kristófer nýtur mikilla forréttinda að spila í bandaríska háskólaboltanum. Fyrir utan að spila í sterkri deild fær hann líka öflugt nám, en Furman er einkaskóli þar sem mikið er lagt upp úr náminu. Álagið er þó mikið á íþróttanámsmenn. „Það er alveg fáránlegt,“ segir hann og dæsir. „Við æfum sex sinnum í viku þó þeim hafi aðeins fækkað eftir að tímabilið hófst. Hérna er æft tvo og hálfan tíma í senn sem maður þurfti að venjast, svo er maður að lyfta, í aukaæfingum, á skotæfingum, svo eru tímar í skólanum og heimavinna. Þetta er mikið álag en auðvitað þess virði því maður er ekki að borga fyrir námið. Ég get ekki kvartað.“ Háskólaíþróttamenn í Bandaríkjunum fá ekkert borgað og eiga sumir erfitt með að komast af í skólunum, en Kristófer hefur það ágætt. „Ég og nokkrir aðrir í liðinu sóttum um styrk. Þá fær maður ákveðna upphæð á mánuði og svo erum á fríu hæði hérna. Maður getur borðað eins og maður vill en hér fær maður ekkert íslenskt lambakjöt sko,“ segir Kristófer og hlær. „Maður þarf ekkert að eyða miklu hérna því maður fær allan fatnað frítt. Ég hef það bara mjög fínt.“Með mömmu og pabba.Saknar mömmu Kristófer er sonur Terry Acox sem spilaði með ÍA í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Hann ólst hinsvegar alfarið upp hjá móður sinni, Ednu Maríu Jacobsen, sem hann saknar mikið. „Það er rosalega erfitt að vera í burtu frá henni. Við höfum verið svo náin allt mitt líf,“ segir Kristófer einlægur. Hann var ekki búinn að sjá hana síðan í ágúst í fyrra þegar mamma mætti til Furman í byrjun febrúar og sá strákinn spila heimaleiki gegn tveimur af bestu liðum riðilsins. Hann spilaði mjög vel í báðum leikjunm, sérstaklega þeim síðari þegar hann bauð upp á tvennu með 10 stigum og 13 fráköstum. „Það var gott að geta eytt smá tíma með henni. Þjálfararnir spurðu mig hvort hún gæti ekki bara flutt hingað því ég spilaði svo vel með mömmu í stúkunni,“ segir Kristófer. Það er þó bót í máli að hann hefur endurnýjað kynnin við föður sinn sem býr skammt frá Furman. „Það er mjög gott að vera í kringum hann. Hann býr hérna í tveggja tíma fjarlægð og reynir að sjá alla heimaleikina. Það hjálpar til að vera með pabba hérna,“ segir Kristófer.Ætlaði heim Það getur verið einmannalegt fyrir íslenskan strák að lifa og hrærast í ríflega 2.500 manna skóla í Karólínuríki. Kristófer reynir að halda reglulegu sambandi við vini og móður sína. „Tæknin hjálpar náttúrlega mikið. Ég tala við mömmu daglega á Facebook sem og alla vinina. Það hjálpar mér mjög mikið. En mikið verður gott að komast heim í sumar og hitta allt fólkið,“ segir hann. Hann viðurkennir að lífið geti verið erfitt svona einangraður frá öllu sem hann þekkir. „Það er það alveg klárlega. Ég var mjög tæpur á því að fara aftur hingað út eftir meiðslin. Ég þurfti náttúrlega að eyða sumrinu hérna fastur í skólanum og komst ekkert heim,“ segir Kristófer sem langaði heim síðasta haust. „Eftir að vera hérna úti allt sumarið var heimþráin orðin mikil í september. Ég ætlaði aftur heim en ákvað að reyna að þrauka. Nú er ég ákveðinn að klára þetta ár og þau tvö sem ég á eftir. Maður verður bara að þrauka. Þetta er erfitt en maður verður að fórna einhverju,“ segir Kristófer Acox. Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
„Tímabilið hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur, sérstaklega ekki í okkar riðli. Við spiluðum ágætlega fyrri hluta vetrar en seinni hlutinn hefur ekki verið nógu góður.“ Þetta segir Kristófer Acox, 21 árs gamall Vesturbæingur og körfuboltakappi sem spilar með Furman-háskólanum í Karólínuríki í Bandaríkjunum, í viðtali við Fréttablaðið. Kristófer og félagar spila í nokkuð sterkum suðurriðli efstu deild háskólaboltans vestanhafs. Furman hefur unnið átta leiki og tapað 20 og er með árangurinn 5-12 innan síns riðils. Sjálfum hefur Kristófer gengið mjög vel. Hann spilar sem framherji og er mjög öflugur í loftinu sem skilar honum mörgum fráköstum. Svo mörgum reyndar að hann er frákastahæstur í suðurriðlinum. Hann tók 17 slík í sigurleik liðsins aðfaranótt föstudags. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu,“ segir Kristófer sem er ætlað að hirða boltann upp við spjaldið. „Maður hefur sitt hlutverk í liðinu hérna úti. Ég er ekkert bara í fráköstum. Það er náttúrlega mikið lagt í varnarleikinn hérna og ég tel mig þokkalega góðan varnarmann.“Kristófer sækir að körfunni.Síðast sáu íslenskir körfuboltaáhugamenn Kristófer spila með uppeldisfélagi sínu KR veturinn 2012/2013. Hann heillaði alla með troðslum sínum og háloftatilþrifum, en lengi hefur verið vitað að þarna er á ferð mikill íþróttamaður. Hann segist vera orðinn enn betri en þá og kunna leikinn betur. „Ég hef vaxið mikið líkamlega og hef meiri leikskilning. Ég missti mikinn tíma út í fyrra þegar ég meiddist, en þetta er fyrsta heila tímabilið mitt eftir meiðslin. En já, ég ég tek miklum framförum,“ segir Kristófer. Kristófer nýtur mikilla forréttinda að spila í bandaríska háskólaboltanum. Fyrir utan að spila í sterkri deild fær hann líka öflugt nám, en Furman er einkaskóli þar sem mikið er lagt upp úr náminu. Álagið er þó mikið á íþróttanámsmenn. „Það er alveg fáránlegt,“ segir hann og dæsir. „Við æfum sex sinnum í viku þó þeim hafi aðeins fækkað eftir að tímabilið hófst. Hérna er æft tvo og hálfan tíma í senn sem maður þurfti að venjast, svo er maður að lyfta, í aukaæfingum, á skotæfingum, svo eru tímar í skólanum og heimavinna. Þetta er mikið álag en auðvitað þess virði því maður er ekki að borga fyrir námið. Ég get ekki kvartað.“ Háskólaíþróttamenn í Bandaríkjunum fá ekkert borgað og eiga sumir erfitt með að komast af í skólunum, en Kristófer hefur það ágætt. „Ég og nokkrir aðrir í liðinu sóttum um styrk. Þá fær maður ákveðna upphæð á mánuði og svo erum á fríu hæði hérna. Maður getur borðað eins og maður vill en hér fær maður ekkert íslenskt lambakjöt sko,“ segir Kristófer og hlær. „Maður þarf ekkert að eyða miklu hérna því maður fær allan fatnað frítt. Ég hef það bara mjög fínt.“Með mömmu og pabba.Saknar mömmu Kristófer er sonur Terry Acox sem spilaði með ÍA í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Hann ólst hinsvegar alfarið upp hjá móður sinni, Ednu Maríu Jacobsen, sem hann saknar mikið. „Það er rosalega erfitt að vera í burtu frá henni. Við höfum verið svo náin allt mitt líf,“ segir Kristófer einlægur. Hann var ekki búinn að sjá hana síðan í ágúst í fyrra þegar mamma mætti til Furman í byrjun febrúar og sá strákinn spila heimaleiki gegn tveimur af bestu liðum riðilsins. Hann spilaði mjög vel í báðum leikjunm, sérstaklega þeim síðari þegar hann bauð upp á tvennu með 10 stigum og 13 fráköstum. „Það var gott að geta eytt smá tíma með henni. Þjálfararnir spurðu mig hvort hún gæti ekki bara flutt hingað því ég spilaði svo vel með mömmu í stúkunni,“ segir Kristófer. Það er þó bót í máli að hann hefur endurnýjað kynnin við föður sinn sem býr skammt frá Furman. „Það er mjög gott að vera í kringum hann. Hann býr hérna í tveggja tíma fjarlægð og reynir að sjá alla heimaleikina. Það hjálpar til að vera með pabba hérna,“ segir Kristófer.Ætlaði heim Það getur verið einmannalegt fyrir íslenskan strák að lifa og hrærast í ríflega 2.500 manna skóla í Karólínuríki. Kristófer reynir að halda reglulegu sambandi við vini og móður sína. „Tæknin hjálpar náttúrlega mikið. Ég tala við mömmu daglega á Facebook sem og alla vinina. Það hjálpar mér mjög mikið. En mikið verður gott að komast heim í sumar og hitta allt fólkið,“ segir hann. Hann viðurkennir að lífið geti verið erfitt svona einangraður frá öllu sem hann þekkir. „Það er það alveg klárlega. Ég var mjög tæpur á því að fara aftur hingað út eftir meiðslin. Ég þurfti náttúrlega að eyða sumrinu hérna fastur í skólanum og komst ekkert heim,“ segir Kristófer sem langaði heim síðasta haust. „Eftir að vera hérna úti allt sumarið var heimþráin orðin mikil í september. Ég ætlaði aftur heim en ákvað að reyna að þrauka. Nú er ég ákveðinn að klára þetta ár og þau tvö sem ég á eftir. Maður verður bara að þrauka. Þetta er erfitt en maður verður að fórna einhverju,“ segir Kristófer Acox.
Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira