Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2015 12:00 Hreyfing hefur góð áhrif á lífsgæði ungs fólks með geðklofa. Vísir/Andri Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent