Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja fanney birna jónsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:30 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir hvetur fólk til að ræða óhefðbundnar lækningar við lækna sína. Sumar slíkar meðferðir geti vakið falskar vonir en verið tilgangslausar. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta getur verið skaðlegt fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og formaður Félags krabbameinslækna, um mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Gunnar segir þá meðferð sem krabbameinslæknar veita í dag vera gagnreynda, það er, hana er búið að meta með klínískum rannsóknum, vega og meta aukaverkanir gagnvart ávinningi. Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinlæknir„Þetta getur haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfjanna.“ Það þekkist einnig að fólk vilji frekar reynar óhefðbundnar lækningar en hefðbundnar og afþakki jafnvel hinar hefðbundnu. „Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar hefðbundinni læknismeðferð við læknanlegum sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanlegir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist alveg.“ Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það hafi engu að tapa. „Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til að ræða svona hluti við læknana sína. Bara ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækningar,“ segir Gunnar. Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar meðferðir verið mjög dýrar. „Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefðbundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“ Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir sjúklingana. „Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir að hringja til að segja frá hinu og þessu og rökstyðja með reynslusögum sem er alltaf hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið. Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem ekki er hægt að standa við.“ Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum nótum. „Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til fólks með rökum, að þetta geti haft milliverkanir en síðan veit maður ekki nóg um það af því engar rannsóknir hafa farið fram á þessu.“ Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknismeðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi. „Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem er vond á bragðið og mögulega hætta að borða mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“ Gunnar segist aldrei banna sjúklingum sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeðferðum. „En ég mæli gegn því af því að það er ekki búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir Gunnar að lokum. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Þetta getur verið skaðlegt fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og formaður Félags krabbameinslækna, um mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Gunnar segir þá meðferð sem krabbameinslæknar veita í dag vera gagnreynda, það er, hana er búið að meta með klínískum rannsóknum, vega og meta aukaverkanir gagnvart ávinningi. Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinlæknir„Þetta getur haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfjanna.“ Það þekkist einnig að fólk vilji frekar reynar óhefðbundnar lækningar en hefðbundnar og afþakki jafnvel hinar hefðbundnu. „Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar hefðbundinni læknismeðferð við læknanlegum sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanlegir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist alveg.“ Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það hafi engu að tapa. „Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til að ræða svona hluti við læknana sína. Bara ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækningar,“ segir Gunnar. Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar meðferðir verið mjög dýrar. „Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefðbundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“ Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir sjúklingana. „Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir að hringja til að segja frá hinu og þessu og rökstyðja með reynslusögum sem er alltaf hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið. Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem ekki er hægt að standa við.“ Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum nótum. „Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til fólks með rökum, að þetta geti haft milliverkanir en síðan veit maður ekki nóg um það af því engar rannsóknir hafa farið fram á þessu.“ Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknismeðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi. „Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem er vond á bragðið og mögulega hætta að borða mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“ Gunnar segist aldrei banna sjúklingum sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeðferðum. „En ég mæli gegn því af því að það er ekki búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir Gunnar að lokum.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira