Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Kristinn Steinn Traustason skrifar 3. mars 2015 00:00 Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun