Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2015 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar í kvennalandsliðinu byrjuðu á tapi gegn firnasterku liði Sviss á Algarve. mynd/KSÍ „Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53