Margt getur breyst á lokakvöldinu í Dominos-deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2015 08:00 Justin Shouse hjá Stjörnunni reynir að komast framhjá Emil Barja í Haukum í leik liðanna. Vísir/Andri Marinó KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í 21. umferðinni var mjög stór enda staða Njarðvíkurliðsins í innbyrðisleikjum á móti næstu liðum ekki góð. Sigurinn á Garðbæingum bjargaði því að fallið hefði getað orðið hátt í kvöld en Njarðvíkingar geta engu að síðustu misst frá sér þriðja sætið. Keflvíkingar gætu ekki aðeins tryggt sér fjórða sætið með sigri á Haukum þeir myndi auk þess sjá til þess að það væru með heimavallarrétt í komandi einvígi á móti Haukum í átta liða úrslitunum. Haukarnir gætu líka tryggt sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi við Keflavík en það væru nokkrar leiðir að þeirri niðurstöðu. Haukarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu en töpuðu naumlega á Króknum í síðasta. Haukar taka 3. sætið af Njarðvík verði liðin jöfn en stórt tap á móti Keflavík gæti sent liðið alla leið niður í sjötta sætið. Stjörnumenn standa ágætlega í innbyrðisleikjum svo framarlega sem Þórsliðið blandar sér ekki í málið. Stórtap Stjörnuliðsins á móti Þór í fyrsta leiknum eftir bikarúrslitaleiknum gæti sent Garðbæinga alla leiðina niður í áttunda sætið og þar með inn í leiki á móti bikarsilfurliði KR í hefndarhug. Grindvíkingar standa ekki vel í innbyrðisleikjum á móti liðunum í kringum sig og þurfa því ekki aðeins að vinna sinn leik við Snæfell heldur einnig treysta á það að hin liðin tapi sínum leikjum ætli þeir að hækka sig í töflunni. Þórsarar eru í áttunda og síðasta sætinu og tveimur stigum á eftir liðunum í fimmta til sjöunda sæti en hagstæð úrslit Þórsliðsins á móti Stjörnunni og Grindavík munu hjálpa Þorlákshafnarbúum að ná sjötta sætinu vinni liðið Njarðvík í kvöld og úrslit úr öðrum leikjum eru hagstæð. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ásvöllum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkishólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleiknum á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér fyrir neðan má sjá möguleika kvöldsins, þó í einfaldari útgáfu því möguleikarnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strákarnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins.Á uppleið eða niðurleið í kvöld - möguleikar liðanna sexNjarðvíkBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á ÞórVerstu úrslitin - 4. sæti Tap á móti Þór Haukar vinna KeflavíkHaukarBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir ÞórVerstu úrslitin - 6. sæti Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir SnæfelliKeflavíkBestu úrslitin - 4. sæti Sigur á móti HaukumVerstu úrslitin - 7. sæti Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leikiStjarnanBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæðiVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkGrindavíkBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkÞór ÞorlákshöfnBestu úrslitin - 6. sæti Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í 21. umferðinni var mjög stór enda staða Njarðvíkurliðsins í innbyrðisleikjum á móti næstu liðum ekki góð. Sigurinn á Garðbæingum bjargaði því að fallið hefði getað orðið hátt í kvöld en Njarðvíkingar geta engu að síðustu misst frá sér þriðja sætið. Keflvíkingar gætu ekki aðeins tryggt sér fjórða sætið með sigri á Haukum þeir myndi auk þess sjá til þess að það væru með heimavallarrétt í komandi einvígi á móti Haukum í átta liða úrslitunum. Haukarnir gætu líka tryggt sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi við Keflavík en það væru nokkrar leiðir að þeirri niðurstöðu. Haukarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu en töpuðu naumlega á Króknum í síðasta. Haukar taka 3. sætið af Njarðvík verði liðin jöfn en stórt tap á móti Keflavík gæti sent liðið alla leið niður í sjötta sætið. Stjörnumenn standa ágætlega í innbyrðisleikjum svo framarlega sem Þórsliðið blandar sér ekki í málið. Stórtap Stjörnuliðsins á móti Þór í fyrsta leiknum eftir bikarúrslitaleiknum gæti sent Garðbæinga alla leiðina niður í áttunda sætið og þar með inn í leiki á móti bikarsilfurliði KR í hefndarhug. Grindvíkingar standa ekki vel í innbyrðisleikjum á móti liðunum í kringum sig og þurfa því ekki aðeins að vinna sinn leik við Snæfell heldur einnig treysta á það að hin liðin tapi sínum leikjum ætli þeir að hækka sig í töflunni. Þórsarar eru í áttunda og síðasta sætinu og tveimur stigum á eftir liðunum í fimmta til sjöunda sæti en hagstæð úrslit Þórsliðsins á móti Stjörnunni og Grindavík munu hjálpa Þorlákshafnarbúum að ná sjötta sætinu vinni liðið Njarðvík í kvöld og úrslit úr öðrum leikjum eru hagstæð. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ásvöllum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkishólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleiknum á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér fyrir neðan má sjá möguleika kvöldsins, þó í einfaldari útgáfu því möguleikarnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strákarnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins.Á uppleið eða niðurleið í kvöld - möguleikar liðanna sexNjarðvíkBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á ÞórVerstu úrslitin - 4. sæti Tap á móti Þór Haukar vinna KeflavíkHaukarBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir ÞórVerstu úrslitin - 6. sæti Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir SnæfelliKeflavíkBestu úrslitin - 4. sæti Sigur á móti HaukumVerstu úrslitin - 7. sæti Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leikiStjarnanBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæðiVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkGrindavíkBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkÞór ÞorlákshöfnBestu úrslitin - 6. sæti Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira