Þess vegna þolir fólk ekki pólitíkusa Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. mars 2015 07:00 Eru stjórnmálamenn tvívíðir og svart-hvítir Pappírs-Pésar, ófærir um bæði sjálfstæða og gagnrýna hugsun? Eru stjórnmálamenn ekkert annað en viljalausar strengjabrúður peningaafla í samfélaginu, sneyddir sómakennd og sannfæringu? Samkvæmt innanbúðarmanni á Alþingi er svarið já. Fyrr í vikunni birtist í Fréttablaðinu aðsend grein eftir hinn gamalreynda þingmann Ögmund Jónasson. Í greininni greindi hann landsmönnum frá þeim tveimur hvötum sem drífa menn áfram í störfum sínum innan þingsins. Svo virðist sem þeir séu: A) Gagnrýnislaus hugmyndafræði. B) Spilling. „Alþingismenn sem ákafast berjast fyrir því að koma áfengi inn í almennar matvöruverslanir telja sumir hverjir að þeir séu eins konar kyndilberar framfara,“ fullyrti Ögmundur um þá frelsis-elskandi þingmenn sem standa fyrir hinu svo kallaða áfengisfrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Og hann lét ekki þar við sitja: „Hins vegar gera allir sér grein fyrir því að gríðarlegir hagsmunir eru í húfi, sérstaklega fyrir stóru verslunarkeðjurnar, að komast yfir áfengissöluna,“ hélt Ögmundur áfram. „Ömurlegt er til þess að hugsa að hópur alþingismanna skuli vera reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna.“ Ögmundur taldi sig eflaust skrifa sakleysislega grein um kosti og galla áfengisfrumvarpsins. Raunin er hins vegar sú að greinin segir lítið sem ekkert um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn. Grein Ögmundar er hægt að skilja á tvo vegu:Veruleiki 1 Ef lýsing Ögmundar á störfum hins háa Alþingis er sönn bera skrif hans vitni um grafalvarlegt ástand í vöggu lýðræðis á Íslandi. Pólitísk hugmyndafræði er jafngagnleg til að móta samfélag og rakhnífur Ockhams er til að snyrta skegg. Orðið sjálft vekur með manni hroll. Maður sér fyrir sér Hannes Hólmstein Gissurarson reyna að troða veruleikanum ofan í pappakassa mörgum stærðum of lítinn og klæða sig svo í krummafót til að labba með pakkann út á pósthús því Ayn Rand birtist honum í draumi og sagði honum að gera það. En eins slæmt og það væri ef þingmenn skildu gagnrýna hugsun eftir heima þegar þeir mættu í vinnuna og stýrðu landinu eftir leiðbeiningarbæklingi í anda Ikea eru ásakanir Ögmundar um spillingu þingmanna langtum alvarlegri. Stunda þingmenn það í alvörunni að leggja fram frumvörp á Alþingi svo að einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening? Eru þingmenn falir? Sé svo, er Ögmundur búinn að hafa samband við umboðsmann Alþingis út af þessu? Já, eða bara lögregluna?Veruleiki 2 Hinn kosturinn í stöðunni er sá að Ögmundur nýti sér í grein sinni mælskubragðið ofhvörf, eða ýkjur – svona eins og þegar maður segist geta étið heilan hest en maður gæti í mesta lagi torgað einni steik og skammti af frönskum. Vel má vera að einhver þingmanna tilbiðji Milton Friedman á gullslegnu altari sem óprúttinn verslunarrekandi gaf honum. En allir? Varla. Ólíklegt er að ekki einn einasti flutningsmanna áfengisfrumvarpsins, ekki einn einasti þeirra þingmanna sem hyggjast styðja það, geri það af þeirri einföldu ástæðu að viðkomandi langar til að búa í samfélagi þar sem hægt er að kaupa áfengi í matvöruverslunum, að viðkomandi trúi því að fleiri langi til að geta keypt áfengi í matvöruverslunum. Líklegt er að Ögmundur hafi ekki hugmynd um hvort samþingmenn hans láti stýrast af hugmyndafræði og hagsmunapoti. Líklegt er að grein hans hafi aðeins verið enn eitt innleggið í hinn klassíska pólitíska sandkassaslag sem lætur Morfís, rökræðukeppni framhaldsskólanna, líta út eins og hápunkt mannlegrar siðfágunar.Niðurstaða Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Eru stjórnmálamenn tvívíðir og svart-hvítir Pappírs-Pésar, ófærir um bæði sjálfstæða og gagnrýna hugsun? Eru stjórnmálamenn ekkert annað en viljalausar strengjabrúður peningaafla í samfélaginu, sneyddir sómakennd og sannfæringu? Samkvæmt innanbúðarmanni á Alþingi er svarið já. Fyrr í vikunni birtist í Fréttablaðinu aðsend grein eftir hinn gamalreynda þingmann Ögmund Jónasson. Í greininni greindi hann landsmönnum frá þeim tveimur hvötum sem drífa menn áfram í störfum sínum innan þingsins. Svo virðist sem þeir séu: A) Gagnrýnislaus hugmyndafræði. B) Spilling. „Alþingismenn sem ákafast berjast fyrir því að koma áfengi inn í almennar matvöruverslanir telja sumir hverjir að þeir séu eins konar kyndilberar framfara,“ fullyrti Ögmundur um þá frelsis-elskandi þingmenn sem standa fyrir hinu svo kallaða áfengisfrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Og hann lét ekki þar við sitja: „Hins vegar gera allir sér grein fyrir því að gríðarlegir hagsmunir eru í húfi, sérstaklega fyrir stóru verslunarkeðjurnar, að komast yfir áfengissöluna,“ hélt Ögmundur áfram. „Ömurlegt er til þess að hugsa að hópur alþingismanna skuli vera reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna.“ Ögmundur taldi sig eflaust skrifa sakleysislega grein um kosti og galla áfengisfrumvarpsins. Raunin er hins vegar sú að greinin segir lítið sem ekkert um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn. Grein Ögmundar er hægt að skilja á tvo vegu:Veruleiki 1 Ef lýsing Ögmundar á störfum hins háa Alþingis er sönn bera skrif hans vitni um grafalvarlegt ástand í vöggu lýðræðis á Íslandi. Pólitísk hugmyndafræði er jafngagnleg til að móta samfélag og rakhnífur Ockhams er til að snyrta skegg. Orðið sjálft vekur með manni hroll. Maður sér fyrir sér Hannes Hólmstein Gissurarson reyna að troða veruleikanum ofan í pappakassa mörgum stærðum of lítinn og klæða sig svo í krummafót til að labba með pakkann út á pósthús því Ayn Rand birtist honum í draumi og sagði honum að gera það. En eins slæmt og það væri ef þingmenn skildu gagnrýna hugsun eftir heima þegar þeir mættu í vinnuna og stýrðu landinu eftir leiðbeiningarbæklingi í anda Ikea eru ásakanir Ögmundar um spillingu þingmanna langtum alvarlegri. Stunda þingmenn það í alvörunni að leggja fram frumvörp á Alþingi svo að einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening? Eru þingmenn falir? Sé svo, er Ögmundur búinn að hafa samband við umboðsmann Alþingis út af þessu? Já, eða bara lögregluna?Veruleiki 2 Hinn kosturinn í stöðunni er sá að Ögmundur nýti sér í grein sinni mælskubragðið ofhvörf, eða ýkjur – svona eins og þegar maður segist geta étið heilan hest en maður gæti í mesta lagi torgað einni steik og skammti af frönskum. Vel má vera að einhver þingmanna tilbiðji Milton Friedman á gullslegnu altari sem óprúttinn verslunarrekandi gaf honum. En allir? Varla. Ólíklegt er að ekki einn einasti flutningsmanna áfengisfrumvarpsins, ekki einn einasti þeirra þingmanna sem hyggjast styðja það, geri það af þeirri einföldu ástæðu að viðkomandi langar til að búa í samfélagi þar sem hægt er að kaupa áfengi í matvöruverslunum, að viðkomandi trúi því að fleiri langi til að geta keypt áfengi í matvöruverslunum. Líklegt er að Ögmundur hafi ekki hugmynd um hvort samþingmenn hans láti stýrast af hugmyndafræði og hagsmunapoti. Líklegt er að grein hans hafi aðeins verið enn eitt innleggið í hinn klassíska pólitíska sandkassaslag sem lætur Morfís, rökræðukeppni framhaldsskólanna, líta út eins og hápunkt mannlegrar siðfágunar.Niðurstaða Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun