Stjórnarandstaðan gáttuð á útspili utanríkisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2015 00:01 Birgitta Jónsdóttir , þingmaður Pírata, er ómyrk í máli þegar kemur að bréfasendingum utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“ Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“
Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01
Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01