Innlent

Bréf til ESB hættulegt fordæmi

Gunnar Bragi Sveinsson Viðskiptaráð gagnrýnir ráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson Viðskiptaráð gagnrýnir ráðherra. Fréttablaðið/Pjetur
Viðskiptaráð telur að verklag utanríkisráðherra við að draga til baka umsóknina að ESB sé hættulegt fordæmi og auki enn á þann stjórnmálalega óstöðugleika sem ríkt hafi síðan haustið 2008.

Þá er það mat Viðskiptaráðs að þrátt fyrir tilkynningu utanríkisráðherra sé staða aðildarumsóknar Íslands enn óbreytt og að vinnubrögð sem viðhöfð voru í málinu séu gagnrýniverð. Ef stjórnvöld vilji slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið þurfi að fylgja hefðbundnu stjórnskipulagi og stjórnmálalegum hefðum. Viðskiptaráð hafði áður samþykkt ályktun um að best væri að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB þangað til í lok kjörtímabilsins. Það myndi skapa sátt til að vinna að byggja upp efnahagslífið og ná sátt á vinnumarkaði.

Þá minnir Viðskiptaráð á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé fast kveðið á um að stjórnin muni leitast eftir að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×