Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra kolbeinn óttarsson proppé skrifar 18. mars 2015 11:15 Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira