Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna. Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna.
Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira