Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira