Brjóstagjöf og gáfnafar Sæunn Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun