Grunur um mansal í 37 málum frá 2012 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 27. mars 2015 07:30 Í svari Ólafar kemur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði. Fréttablaðið/Valli Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um 30 á undanförnum þremur árum. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Útlendingastofnun hefur grunur vaknað við vinnslu mála í 37 tilvikum frá árinu 2012, þar af varða fjögur mál karla og 32 mál konur en eitt málanna snertir óþekktan fjölda fólks. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um aðgerðir gegn mansali. Í svari Ólafar kemur enn fremur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði, þá er er deild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, R2, sem rannsakar fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og hefur hún einnig unnið að rannsókn mansalsmála. Deildin aðstoðar lögreglu annarra umdæma við rannsókn slíkra mála, þá er Útlendingastofnun í samstarfi við lögreglu vegna mansalsmála.Meðal þess sem þingmaðurinn spurði um er hverjir bera ábyrgð á því að fórnarlömb mansals fái þá aðstoð hér á landi sem þeim beri samkvæmt alþjóðasamningum, hvort gerðar séu ráðstafanir hér til að grennslast fyrir um það hvort mansal viðgangist og hvort hér sé fólk sem selt hafi verið mansali hingað.Fréttablaðið/GVAFréttablaðið hefur fjallað ítarlega um úrræðaleysi gagnvart fórnarlömbum mansals eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. Í svari Ólafar kemur fram að kostnaður við Kristínarhús var 50 milljónir á því eina og hálfa ári sem það var starfrækt. Samkvæmt kostnaðarmati aðgerðaráætlunar var í upphafi gert ráð fyrir að 8,3 milljónir króna þyrfti á tímabilinu til að fjármagna aðgerðir sem skilgreindar eru í aðgerðaráætlun gegn mansali. Þessir peningar skiluðu sér ekki og því segir Ólöf stýrihóp um aðgerðir gegn mansali hafa leitað hagkvæmari leiða og einbeitt sér fremur að fræðslu og forvörnum en beinum aðgerðum gegn mansali. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um 30 á undanförnum þremur árum. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Útlendingastofnun hefur grunur vaknað við vinnslu mála í 37 tilvikum frá árinu 2012, þar af varða fjögur mál karla og 32 mál konur en eitt málanna snertir óþekktan fjölda fólks. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um aðgerðir gegn mansali. Í svari Ólafar kemur enn fremur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði, þá er er deild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, R2, sem rannsakar fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og hefur hún einnig unnið að rannsókn mansalsmála. Deildin aðstoðar lögreglu annarra umdæma við rannsókn slíkra mála, þá er Útlendingastofnun í samstarfi við lögreglu vegna mansalsmála.Meðal þess sem þingmaðurinn spurði um er hverjir bera ábyrgð á því að fórnarlömb mansals fái þá aðstoð hér á landi sem þeim beri samkvæmt alþjóðasamningum, hvort gerðar séu ráðstafanir hér til að grennslast fyrir um það hvort mansal viðgangist og hvort hér sé fólk sem selt hafi verið mansali hingað.Fréttablaðið/GVAFréttablaðið hefur fjallað ítarlega um úrræðaleysi gagnvart fórnarlömbum mansals eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. Í svari Ólafar kemur fram að kostnaður við Kristínarhús var 50 milljónir á því eina og hálfa ári sem það var starfrækt. Samkvæmt kostnaðarmati aðgerðaráætlunar var í upphafi gert ráð fyrir að 8,3 milljónir króna þyrfti á tímabilinu til að fjármagna aðgerðir sem skilgreindar eru í aðgerðaráætlun gegn mansali. Þessir peningar skiluðu sér ekki og því segir Ólöf stýrihóp um aðgerðir gegn mansali hafa leitað hagkvæmari leiða og einbeitt sér fremur að fræðslu og forvörnum en beinum aðgerðum gegn mansali.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira