Innlent

Grunur um mansal í 37 málum frá 2012

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Í svari Ólafar kemur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði.
Í svari Ólafar kemur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði. Fréttablaðið/Valli
Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um 30 á undanförnum þremur árum.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Útlendingastofnun hefur grunur vaknað við vinnslu mála í 37 tilvikum frá árinu 2012, þar af varða fjögur mál karla og 32 mál konur en eitt málanna snertir óþekktan fjölda fólks.

Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um aðgerðir gegn mansali.

Í svari Ólafar kemur enn fremur fram að lögreglan hefur ekki á að skipa sérhæfðri deild sem vinnur að rannsóknum á mansali. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum vinnur lögreglan að eftirliti, m.a. með því að fara í eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra vinnustaði, þá er er deild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, R2, sem rannsakar fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi og hefur hún einnig unnið að rannsókn mansalsmála. Deildin aðstoðar lögreglu annarra umdæma við rannsókn slíkra mála, þá er Útlendingastofnun í samstarfi við lögreglu vegna mansalsmála.

Meðal þess sem þingmaðurinn spurði um er hverjir bera ábyrgð á því að fórnarlömb mansals fái þá aðstoð hér á landi sem þeim beri samkvæmt alþjóðasamningum, hvort gerðar séu ráðstafanir hér til að grennslast fyrir um það hvort mansal viðgangist og hvort hér sé fólk sem selt hafi verið mansali hingað.Fréttablaðið/GVA
Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um úrræðaleysi gagnvart fórnarlömbum mansals eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. Í svari Ólafar kemur fram að kostnaður við Kristínarhús var 50 milljónir á því eina og hálfa ári sem það var starfrækt.

Samkvæmt kostnaðarmati aðgerðaráætlunar var í upphafi gert ráð fyrir að 8,3 milljónir króna þyrfti á tímabilinu til að fjármagna aðgerðir sem skilgreindar eru í aðgerðaráætlun gegn mansali. Þessir peningar skiluðu sér ekki og því segir Ólöf stýrihóp um aðgerðir gegn mansali hafa leitað hagkvæmari leiða og einbeitt sér fremur að fræðslu og forvörnum en beinum aðgerðum gegn mansali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×