Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. mars 2015 12:00 Hálf þjóðin fékk bóluefnið Pandremix til að verjast skæðum faraldri svínaflensu árið 2009 og 2010. Fréttablaðið/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent