Átakalítil örlög Fjalla-Eyvindar og Höllu Sigríður Jónsdóttir skrifar 30. mars 2015 13:00 Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Sigurður Sigurjónsson í hlut- verkum sínum. Fjalla Eyvindur og Halla Sýnt í Þjóðleikhúsinu Höfundur Jóhann Sigurjónsson Leikarar Esther Talía Casey, Kristinn Óli Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Hallur Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Sigurðsson Leikstjórn Stefan Metz Leikmynd og búningar Sean Mackaoui Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Síðasta frumsýning Þjóðleikhússins á stóra sviðinu þetta leikárið fór fram á fimmtudaginn. Nú er glímt við eitt frægasta verk íslenskra leikbókmennta: Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Í núverandi mynd Stefans Metz, sem bæði leikstýrir sýningunni og sér um leikgerðina, kallast verkið Fjalla-Eyvindur og Halla. Sagan er kannski flestum kunn, í stuttu máli eru örlög ekkjunnar Höllu og ráðsmanns hennar miðpunktur framvindunnar en flekkótt fortíð hans á eftir að umturna lífi þeirra beggja. Nína Dögg leikur þennan mikla kvenskörung íslenskra leikbókmennta en nær ekki afgerandi tökum á innri togstreitu Höllu. Frammistaða hennar er frekar átakalaus fyrir utan mjög góða spretti strax eftir hlé þegar Halla og Arnes rekast á, þá sýnir hún hvers hún getur verið megnug. Frammistaða Stefáns Halls er ekki ósvipuð en innri átök og sársauki Fjalla-Eyvindar eru aldrei opinberuð á nægilega kraftmikinn hátt. Ástríðan sem logar á milli Fjalla-Eyvindar og Höllu verður aldrei áþreifanleg í leik Nínu Daggar og Stefán Halls þannig að ákvörðun hennar um að fylgja honum til fjalla verður illskiljanleg. Þrátt fyrir tilraunir til að gera tilhugalíf þeirra krassandi á sviðinu þá hverfur spennan um leið og þau fjarlægjast líkamlega. Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk Arnesar og sýnir hversu djúpur og ljóðrænn texti Jóhanns getur verið með firnasterkum leik. Hann sligast eftir sviðinu, íklæddur aleigunni og hræðist ekki útlegðina en bugast að lokum. Hreppstjórann Björn leikur Steinn Ármann Magnússon og kemur skemmtilega á óvart, hann er bæði aumkunarverður og ógnandi, kaldur og kjökrandi í senn. Leikhópurinn í heild sinni er sterkur, samansettur af leikurum á öllum aldri, sumir hoknir af reynslu og aðrir að taka sín fyrstu skref. Hin ógurlega íslenska náttúra er bókstaflega flutt inn á stóra sviðið í glæsilegu opnunaratriði. Jökullinn hangir yfir hjónaleysunum alveg frá byrjun og á vissum augnablikum er líkt og hann hafi augu. Aftur á móti er bjargið sem birtist eftir hlé nær tilgangslaust og vannýtt nema sem sviðsstáss. Á þennan máta myndast ósamræmi í annars ágætri leikmynd Seans Mackaoui. Sama vandamál má finna í búningunum sem er einhvers konar blanda af nútímafatnaði og hefðbundnum flíkum, búningur Arnesar heppnast vel en aðrir, s.s. leðurjakki Höllu, missa marks. Elvar Geir Sævarsson sér um tónlistina sem skortir afgerandi sérstöðu en hljóðmyndin hans er virkilega vel heppnuð, þá sérstaklega á lokaspretti sýningarinnar þegar bylurinn umlykur eymdarlega parið. Ljósahönnunin er í höndum Halldórs Arnars Óskarssonar og einstaka atriði eru gífurlega falleg, t.d. síðustu augnablik sýningarinnar. Stefan Metz tekur áhættu með því að brjóta upp framsetningu verksins en hún borgar sig ekki fyllilega. Texti Jóhanns er gríðarlega sterkur, sérstaklega síðustu tveir þættirnir, en þeir eru ekki sviðsettir á nægilega dramatískan hátt að þessu sinni. Ferðalögin út í sal eru undarlegt stílbrot sem gera lítið fyrir sýninguna, þá sérstaklega var sviðsetningin á byrjun fjórða þáttar þannig að það dregur gífurlega úr hatrömu tilfinningastríðinu sem Fjalla-Eyvindu og Halla heyja sín á milli. Einnig er erfitt að sjá ástæður fyrir sviðsetningu Tótu, barni þeirra tveggja, í brúðuformi sem tvær litlar telpur stjórna. Með þessu móti deyfast tilfinningaleg tengsl áhorfenda við stúlkuna en hennar harmrænu endalok eru samt sem áður einstaklega vel leyst í eftirminnilegu atriði. Heildarmynd sviðsetningarinnar á þessu öfluga leikverki er áhugaverð en Stefan virðist forðast vissa átakapunkta í verkinu bæði með styttingum á handriti og leikhúslausnum sem ganga misjafnlega vel upp.Niðurstaða:Bjartir punktar í sviðsetningu og þrumandi endurkoma Sigurðar Sigurjónssonar ná ekki að draga sýninguna fram í ljósið. Gagnrýni Menning Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fjalla Eyvindur og Halla Sýnt í Þjóðleikhúsinu Höfundur Jóhann Sigurjónsson Leikarar Esther Talía Casey, Kristinn Óli Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Hallur Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Sigurðsson Leikstjórn Stefan Metz Leikmynd og búningar Sean Mackaoui Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Síðasta frumsýning Þjóðleikhússins á stóra sviðinu þetta leikárið fór fram á fimmtudaginn. Nú er glímt við eitt frægasta verk íslenskra leikbókmennta: Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Í núverandi mynd Stefans Metz, sem bæði leikstýrir sýningunni og sér um leikgerðina, kallast verkið Fjalla-Eyvindur og Halla. Sagan er kannski flestum kunn, í stuttu máli eru örlög ekkjunnar Höllu og ráðsmanns hennar miðpunktur framvindunnar en flekkótt fortíð hans á eftir að umturna lífi þeirra beggja. Nína Dögg leikur þennan mikla kvenskörung íslenskra leikbókmennta en nær ekki afgerandi tökum á innri togstreitu Höllu. Frammistaða hennar er frekar átakalaus fyrir utan mjög góða spretti strax eftir hlé þegar Halla og Arnes rekast á, þá sýnir hún hvers hún getur verið megnug. Frammistaða Stefáns Halls er ekki ósvipuð en innri átök og sársauki Fjalla-Eyvindar eru aldrei opinberuð á nægilega kraftmikinn hátt. Ástríðan sem logar á milli Fjalla-Eyvindar og Höllu verður aldrei áþreifanleg í leik Nínu Daggar og Stefán Halls þannig að ákvörðun hennar um að fylgja honum til fjalla verður illskiljanleg. Þrátt fyrir tilraunir til að gera tilhugalíf þeirra krassandi á sviðinu þá hverfur spennan um leið og þau fjarlægjast líkamlega. Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk Arnesar og sýnir hversu djúpur og ljóðrænn texti Jóhanns getur verið með firnasterkum leik. Hann sligast eftir sviðinu, íklæddur aleigunni og hræðist ekki útlegðina en bugast að lokum. Hreppstjórann Björn leikur Steinn Ármann Magnússon og kemur skemmtilega á óvart, hann er bæði aumkunarverður og ógnandi, kaldur og kjökrandi í senn. Leikhópurinn í heild sinni er sterkur, samansettur af leikurum á öllum aldri, sumir hoknir af reynslu og aðrir að taka sín fyrstu skref. Hin ógurlega íslenska náttúra er bókstaflega flutt inn á stóra sviðið í glæsilegu opnunaratriði. Jökullinn hangir yfir hjónaleysunum alveg frá byrjun og á vissum augnablikum er líkt og hann hafi augu. Aftur á móti er bjargið sem birtist eftir hlé nær tilgangslaust og vannýtt nema sem sviðsstáss. Á þennan máta myndast ósamræmi í annars ágætri leikmynd Seans Mackaoui. Sama vandamál má finna í búningunum sem er einhvers konar blanda af nútímafatnaði og hefðbundnum flíkum, búningur Arnesar heppnast vel en aðrir, s.s. leðurjakki Höllu, missa marks. Elvar Geir Sævarsson sér um tónlistina sem skortir afgerandi sérstöðu en hljóðmyndin hans er virkilega vel heppnuð, þá sérstaklega á lokaspretti sýningarinnar þegar bylurinn umlykur eymdarlega parið. Ljósahönnunin er í höndum Halldórs Arnars Óskarssonar og einstaka atriði eru gífurlega falleg, t.d. síðustu augnablik sýningarinnar. Stefan Metz tekur áhættu með því að brjóta upp framsetningu verksins en hún borgar sig ekki fyllilega. Texti Jóhanns er gríðarlega sterkur, sérstaklega síðustu tveir þættirnir, en þeir eru ekki sviðsettir á nægilega dramatískan hátt að þessu sinni. Ferðalögin út í sal eru undarlegt stílbrot sem gera lítið fyrir sýninguna, þá sérstaklega var sviðsetningin á byrjun fjórða þáttar þannig að það dregur gífurlega úr hatrömu tilfinningastríðinu sem Fjalla-Eyvindu og Halla heyja sín á milli. Einnig er erfitt að sjá ástæður fyrir sviðsetningu Tótu, barni þeirra tveggja, í brúðuformi sem tvær litlar telpur stjórna. Með þessu móti deyfast tilfinningaleg tengsl áhorfenda við stúlkuna en hennar harmrænu endalok eru samt sem áður einstaklega vel leyst í eftirminnilegu atriði. Heildarmynd sviðsetningarinnar á þessu öfluga leikverki er áhugaverð en Stefan virðist forðast vissa átakapunkta í verkinu bæði með styttingum á handriti og leikhúslausnum sem ganga misjafnlega vel upp.Niðurstaða:Bjartir punktar í sviðsetningu og þrumandi endurkoma Sigurðar Sigurjónssonar ná ekki að draga sýninguna fram í ljósið.
Gagnrýni Menning Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira