Yngra foreldrið ekki fullgilt hjá Auðkenni fanney birna jónsdóttir skrifar 30. mars 2015 07:00 Mæðgurnar Erna Agnarsdóttir og Birna María Másdóttir fengu ekki að sækja um rafræn skilríki þar sem Erna er yngri en faðir Birnu Maríu. Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum, og móðir hennar, Erna Agnarsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráðamanns“, það er að segja þess foreldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráðamanns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fyndið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bankanum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forritað svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðsins. Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Birna María Másdóttir, 17 ára nemandi í Verzlunarskólanum, og móðir hennar, Erna Agnarsdóttir, fóru tómhentar heim frá fyrirtækinu Auðkenni þar sem móðirin þótti ekki fullnægjandi forráðamaður því að hún er yngra foreldri Birnu. Mæðgurnar mættu til að sækja um rafræn skilríki fyrir Birnu Maríu en var vísað frá þar sem hún var ekki í fylgd „eldri forráðamanns“, það er að segja þess foreldris sem eldra er. „Okkur var vísað frá af því hún var ekki í fylgd eldri forráðamanns,“ segir Erna í samtali við Fréttablaðið. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki orðin nógu gömul þó ég sé að verða 45 ára þegar mér var sagt að eldri forráðamann þyrfti til að nálgast þetta fyrir hana,“ segir Erna í léttum dúr og bætir við að það muni jú heilum mánuði á henni og föður Birnu í aldri. Birna María segir starfsmann Auðkennis sem tilkynnti þeim að þær myndu ekki fá afgreiðslu án eldri forráðamannsins hafa verið mjög vandræðalegan. „Þetta var eiginlega bara fyndið. Við hálf vorkenndum henni að þurfa að segja okkur þetta. En ég hef aldrei heyrt svona lagað áður. Að það væri ekki hægt að taka mömmu gilda sem forráðamann bara af því hún er mánuði yngri en pabbi minn. En nú veit maður hver það er sem raunverulega ræður á heimilinu,“ segir Birna María gamansöm. Hún segir þær mæðgur þó hafa tekið gleði sína á ný þar sem þær gátu fengið rafræn skilríki í bankanum. Ekki náðist í Harald Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins sem höfðu heyrt af atvikinu er um að ræða galla í kerfinu hjá þeim sem tengist svokölluðu fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. „Kerfið var því miður forritað svona til að byrja með. Það er verið að breyta þessu og verður vonandi komið í lag fyrir páska. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og hörmum að mæðgurnar hafi þurft að fara í fýluferð,“ segir í svari Auðkennis til Fréttablaðsins.
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira