Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 12:00 Hér sést forsíðan á nýjasta tölublaði Charlie Hebdo. Vísir/AFP Hryðjuverkaárásin í París í gær hefur vakið mikil viðbrögð víða um heim og hafa margir notað samfélagsmiðla til að lýsa skoðun sinni á árásunum. Árásin er talin hafa verið hefndaraðgerð vegna birtingu fjölda skopmynda af Múhameð spámanni í blaðinu Charlie Hebdo, sem er vikulegt satírublað, en átta starfsmenn blaðsins féllu í árásinni í gær.Þessi forsíða vakti mjög hörð viðbrögð. Um var að ræða sérstaka útgáfu Charlie Hebdo þar sem Múhameð spámaður var sagður gestaritstjóri. Á myndinni stendur að lesendur fái 100 svipuhögg ef þeir deyja ekki er hlátri.Charlie HebdoFjölmargir skopmyndateiknarar hafa tjáð sig um málið með teikningum. Þar á meðal er Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, sem birti í dag mynd af fjórum teiknurum og starfsmönnum Hebdo sem voru drepnir í gær. Forsíður dagblaða á Norðurlöndum, Bretlandi og Frakklandi voru líka margar hverjar undirlagðar myndum til stuðnings starfsmönnum Charlie Hebdo. Ekki voru þó allir tilbúnir að birta myndir Charlie Hebdo. Breska blaðið Daily Mail afmáði forsíður Charlie Hebdo, með skopmyndum af Múhameð spámanni, af ljósmyndum sem birtust í gær. Sama gerði breska blaðið Telegraph og bandaríska blaðið New York Daily News. Þá sýndu sjónvarpsstöðvarnar CNN, ABC News og CBS News ekki myndir frá blaðinu í útsendingum sínum.Hvað er Charlie Hebdo? Charlie Hebdo er vikulegt satírutímarit sem komið hefur út í áraraðir í Frakklandi. Blaðamenn Hebdo gerðu grín að öllu; stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum, leiðtogum í hernum, persónum úr sögunni, trúarleiðtogum og trúarfígúrum. Myndir blaðsins hafa oftar en ekki verið umdeildar og var árásin á skrifstofur blaðsins í gær ekki sú fyrsta.Í kjölfar árása á skrifstofu blaðsins árið 2011 var þessi forsíða birt með fyrirsögninni: „Ástin er sterkara en hatrið.“Charlie HebdoCharlie Hebdo var stofnað árið 1969. Nafnið vísar til teiknimyndapersónunnar Charlie Brown og fyrrverandi forseta Frakklands Charles de Gaulle. Hebdo er stytting á orðinu hebdomadaire, eða vikulega. Blaðið kom út til ársins 1982 en það var svo endurvakið árið 1992. Þrátt fyrir að vera hluti af sterkri hefð skopmyndateikninga í frönskum fjölmiðlum og stjórnmálum var Charlie Hebdo ekki með mikla dreifingu. Um það bil 50 þúsund eintök komu út í hverri viku, samanborið við 500 þúsund eintök Le Canad Enchaîné, eins af keppinautum blaðsins. Blaðið barðist einnig í nokkur skipti við erfiða fjárhagsstöðu og var það síðast í nóvember sem stjórnendur báðu um framlög frá lesendum til að geta haldið útgáfunni áfram.Elskuðu að hata blaðið Rætt var við Lilju Skaftadóttur, listaverkasala og fjárfesta, sem búsett er í París, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem hún sagði að Charlie Hebdo væri aðaltákn Frakka fyrir málfrelsi. „Það elska allir að hata Charlie Hebdo. Þeir leyfa sér að segja það sem þeir vilja, teikna það sem þeir vilja,“ sagði hún.Charlie Hebdo gerði grín að öllum. Á þessari forsíðu er gert grín að banni við að klæðast búrku en á myndinni stendur að búrkan sé innra með konum.Charlie HebdoÁ Vísi í gær var rætt við Gérard Lemarquis kennara sem sagði að blaðið gerði grín að öllu. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ sagði hann. Gérard þekki sjálfur marga starfsmenn blaðsins.Lea Gestsdóttir Gayet, sem býr í París, sagði í samtali við Vísi í gær að tímaritið Charlie Hebdo væri eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt,“ sagði hún. Ekki fyrstu árásirnar Árið 2006 birti Hebdo myndir Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni. Myndbirtingin í Danmörku vakti upp hörð viðbrögð og gagnrýni. Þegar Hebdo birti myndirnar birtu þeir mynd af Múhameð á forsíðunni með textanum: „Það er erfitt að vera elskaður af fíflum.“ Blaðið hefur síðan þá birt nokkrar teikningar af Múhameð, við litla hrifningu múslíma.Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur fengið sinn skammt af gríni á síðum Charlie Hebdo.Charlie HebdoMyndbirtingin varð efni lögsóknar á hendur blaðinu en þáverandi ritstjórn vann málið fyrir frönskum dómstólum á grundvelli tjáningarfrelsis og þeirri staðreynd að kirkja og ríki séu aðskilin. Með dómnum var staðfestur réttur blaðsins til að gera grín að öllum trúarbrögðum. Í nóvember árið 2011 var gefin út sérútgáfa af blaðinu þar sem nafni þess var breytt í Charia Hebdo og gestaritstjóri sagður vera Múhameð spámaður. Á forsíðunni birtist svo mynd af Múhameð með texta þar sem hann hótaði lesendum hundrað svipuhöggum ef þeir myndu ekki deyja úr hlátri. Í kjölfarið var bensínsprengju kastað inn á skrifstofu blaðsins. Blaðið hefur ekki síst sætt gangrýni fyrir að birta myndir að því er virðist í þeim eina tilgangi að stuða múslíma. Stéphane Charbonnier, ritstjóri blaðsins og einn þeirra sem lést í árásinni í gær, sagði í viðtölum árið 2012 ef að blaðið ætti að óttast afleiðingar allra þeirra mynda sem þá höfðu birst hefði blaðinu verið lokað fyrir löngu. „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum,“ sagði hann svo í samtali við franska blaðið Le Monde árið 2012.Halldór Baldursson minnist fallinna félaga http://t.co/z5s7VA43JB pic.twitter.com/G7IEMimYha— Vísir (@visir_is) January 8, 2015 #CharlieHebdo #JeSuisCharlie pic.twitter.com/A3Ta3CwRIU— Loa Hjalmtysdottir (@Loahlin) January 7, 2015 Can't sleep tonight, thoughts with my French cartooning colleagues, their families and loved ones #CharlieHebdo pic.twitter.com/LqIMRCHPgK— David Pope (@davpope) January 7, 2015 Charlie Hebdo. Nooit opzij. pic.twitter.com/MJwGKPQ8jU— Joep Bertrams (@joepbertrams) January 7, 2015 Break one, thousand will rise #CharlieHebdo #JeSuisCharlie #raiseyourpencilforfreedom pic.twitter.com/3n5fOEmrwJ— Lucille Clerc (@LucilleClerc) January 7, 2015 Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi Bensínstöðin er í Villers-Cotteret í Aisne-héraði, austur af París. 8. janúar 2015 11:22 Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo. 8. janúar 2015 08:05 Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Samstöðufundur við Franska sendiráðið í dag Skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta með blýanta og kerti til fundarins. 8. janúar 2015 11:50 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Lögreglumaður lést eftir skotárás suður af París Árásin hafi átt sér stað nærri Porte de Chatillon, suður af París, í morgun. 8. janúar 2015 09:09 Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð. 7. janúar 2015 19:28 Þúsundir samankomir á Lýðveldistorginu „Je suis Charlie“ 7. janúar 2015 19:06 „Það geta engin orð lýst því hvað mér er brugðið“ „Ég er fegin í dag að vera ljóshærð kona í París og ekki dökk á hörund,“ segir Elísabet Thorsteinsson, íslensk kona sem býr í París. 7. janúar 2015 18:54 Hafa borið kennsl á árásarmennina í París Óstaðfestar fregnir segja að mennirnir hafi verið handteknir. 7. janúar 2015 21:20 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Dagur og Ólafur Ragnar senda samúðarkveðjur til Parísar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent kveðju til borgarstjórans í París, Anne Hidalgo. 8. janúar 2015 10:40 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11 Hryðjuverkaárásin fordæmd um allan heim Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. 7. janúar 2015 17:57 Sverrir óttast ekki umræðu í tengslum við Islam Formaður Félags múslima á Íslandi fordæmir morð "sem framin eru af geðsjúklingum í nafni Islam“. 7. janúar 2015 22:24 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hryðjuverkaárásin í París í gær hefur vakið mikil viðbrögð víða um heim og hafa margir notað samfélagsmiðla til að lýsa skoðun sinni á árásunum. Árásin er talin hafa verið hefndaraðgerð vegna birtingu fjölda skopmynda af Múhameð spámanni í blaðinu Charlie Hebdo, sem er vikulegt satírublað, en átta starfsmenn blaðsins féllu í árásinni í gær.Þessi forsíða vakti mjög hörð viðbrögð. Um var að ræða sérstaka útgáfu Charlie Hebdo þar sem Múhameð spámaður var sagður gestaritstjóri. Á myndinni stendur að lesendur fái 100 svipuhögg ef þeir deyja ekki er hlátri.Charlie HebdoFjölmargir skopmyndateiknarar hafa tjáð sig um málið með teikningum. Þar á meðal er Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, sem birti í dag mynd af fjórum teiknurum og starfsmönnum Hebdo sem voru drepnir í gær. Forsíður dagblaða á Norðurlöndum, Bretlandi og Frakklandi voru líka margar hverjar undirlagðar myndum til stuðnings starfsmönnum Charlie Hebdo. Ekki voru þó allir tilbúnir að birta myndir Charlie Hebdo. Breska blaðið Daily Mail afmáði forsíður Charlie Hebdo, með skopmyndum af Múhameð spámanni, af ljósmyndum sem birtust í gær. Sama gerði breska blaðið Telegraph og bandaríska blaðið New York Daily News. Þá sýndu sjónvarpsstöðvarnar CNN, ABC News og CBS News ekki myndir frá blaðinu í útsendingum sínum.Hvað er Charlie Hebdo? Charlie Hebdo er vikulegt satírutímarit sem komið hefur út í áraraðir í Frakklandi. Blaðamenn Hebdo gerðu grín að öllu; stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum, leiðtogum í hernum, persónum úr sögunni, trúarleiðtogum og trúarfígúrum. Myndir blaðsins hafa oftar en ekki verið umdeildar og var árásin á skrifstofur blaðsins í gær ekki sú fyrsta.Í kjölfar árása á skrifstofu blaðsins árið 2011 var þessi forsíða birt með fyrirsögninni: „Ástin er sterkara en hatrið.“Charlie HebdoCharlie Hebdo var stofnað árið 1969. Nafnið vísar til teiknimyndapersónunnar Charlie Brown og fyrrverandi forseta Frakklands Charles de Gaulle. Hebdo er stytting á orðinu hebdomadaire, eða vikulega. Blaðið kom út til ársins 1982 en það var svo endurvakið árið 1992. Þrátt fyrir að vera hluti af sterkri hefð skopmyndateikninga í frönskum fjölmiðlum og stjórnmálum var Charlie Hebdo ekki með mikla dreifingu. Um það bil 50 þúsund eintök komu út í hverri viku, samanborið við 500 þúsund eintök Le Canad Enchaîné, eins af keppinautum blaðsins. Blaðið barðist einnig í nokkur skipti við erfiða fjárhagsstöðu og var það síðast í nóvember sem stjórnendur báðu um framlög frá lesendum til að geta haldið útgáfunni áfram.Elskuðu að hata blaðið Rætt var við Lilju Skaftadóttur, listaverkasala og fjárfesta, sem búsett er í París, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem hún sagði að Charlie Hebdo væri aðaltákn Frakka fyrir málfrelsi. „Það elska allir að hata Charlie Hebdo. Þeir leyfa sér að segja það sem þeir vilja, teikna það sem þeir vilja,“ sagði hún.Charlie Hebdo gerði grín að öllum. Á þessari forsíðu er gert grín að banni við að klæðast búrku en á myndinni stendur að búrkan sé innra með konum.Charlie HebdoÁ Vísi í gær var rætt við Gérard Lemarquis kennara sem sagði að blaðið gerði grín að öllu. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ sagði hann. Gérard þekki sjálfur marga starfsmenn blaðsins.Lea Gestsdóttir Gayet, sem býr í París, sagði í samtali við Vísi í gær að tímaritið Charlie Hebdo væri eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt,“ sagði hún. Ekki fyrstu árásirnar Árið 2006 birti Hebdo myndir Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni. Myndbirtingin í Danmörku vakti upp hörð viðbrögð og gagnrýni. Þegar Hebdo birti myndirnar birtu þeir mynd af Múhameð á forsíðunni með textanum: „Það er erfitt að vera elskaður af fíflum.“ Blaðið hefur síðan þá birt nokkrar teikningar af Múhameð, við litla hrifningu múslíma.Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur fengið sinn skammt af gríni á síðum Charlie Hebdo.Charlie HebdoMyndbirtingin varð efni lögsóknar á hendur blaðinu en þáverandi ritstjórn vann málið fyrir frönskum dómstólum á grundvelli tjáningarfrelsis og þeirri staðreynd að kirkja og ríki séu aðskilin. Með dómnum var staðfestur réttur blaðsins til að gera grín að öllum trúarbrögðum. Í nóvember árið 2011 var gefin út sérútgáfa af blaðinu þar sem nafni þess var breytt í Charia Hebdo og gestaritstjóri sagður vera Múhameð spámaður. Á forsíðunni birtist svo mynd af Múhameð með texta þar sem hann hótaði lesendum hundrað svipuhöggum ef þeir myndu ekki deyja úr hlátri. Í kjölfarið var bensínsprengju kastað inn á skrifstofu blaðsins. Blaðið hefur ekki síst sætt gangrýni fyrir að birta myndir að því er virðist í þeim eina tilgangi að stuða múslíma. Stéphane Charbonnier, ritstjóri blaðsins og einn þeirra sem lést í árásinni í gær, sagði í viðtölum árið 2012 ef að blaðið ætti að óttast afleiðingar allra þeirra mynda sem þá höfðu birst hefði blaðinu verið lokað fyrir löngu. „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum,“ sagði hann svo í samtali við franska blaðið Le Monde árið 2012.Halldór Baldursson minnist fallinna félaga http://t.co/z5s7VA43JB pic.twitter.com/G7IEMimYha— Vísir (@visir_is) January 8, 2015 #CharlieHebdo #JeSuisCharlie pic.twitter.com/A3Ta3CwRIU— Loa Hjalmtysdottir (@Loahlin) January 7, 2015 Can't sleep tonight, thoughts with my French cartooning colleagues, their families and loved ones #CharlieHebdo pic.twitter.com/LqIMRCHPgK— David Pope (@davpope) January 7, 2015 Charlie Hebdo. Nooit opzij. pic.twitter.com/MJwGKPQ8jU— Joep Bertrams (@joepbertrams) January 7, 2015 Break one, thousand will rise #CharlieHebdo #JeSuisCharlie #raiseyourpencilforfreedom pic.twitter.com/3n5fOEmrwJ— Lucille Clerc (@LucilleClerc) January 7, 2015
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi Bensínstöðin er í Villers-Cotteret í Aisne-héraði, austur af París. 8. janúar 2015 11:22 Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo. 8. janúar 2015 08:05 Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Samstöðufundur við Franska sendiráðið í dag Skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta með blýanta og kerti til fundarins. 8. janúar 2015 11:50 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Lögreglumaður lést eftir skotárás suður af París Árásin hafi átt sér stað nærri Porte de Chatillon, suður af París, í morgun. 8. janúar 2015 09:09 Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð. 7. janúar 2015 19:28 Þúsundir samankomir á Lýðveldistorginu „Je suis Charlie“ 7. janúar 2015 19:06 „Það geta engin orð lýst því hvað mér er brugðið“ „Ég er fegin í dag að vera ljóshærð kona í París og ekki dökk á hörund,“ segir Elísabet Thorsteinsson, íslensk kona sem býr í París. 7. janúar 2015 18:54 Hafa borið kennsl á árásarmennina í París Óstaðfestar fregnir segja að mennirnir hafi verið handteknir. 7. janúar 2015 21:20 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Dagur og Ólafur Ragnar senda samúðarkveðjur til Parísar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent kveðju til borgarstjórans í París, Anne Hidalgo. 8. janúar 2015 10:40 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11 Hryðjuverkaárásin fordæmd um allan heim Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. 7. janúar 2015 17:57 Sverrir óttast ekki umræðu í tengslum við Islam Formaður Félags múslima á Íslandi fordæmir morð "sem framin eru af geðsjúklingum í nafni Islam“. 7. janúar 2015 22:24 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi Bensínstöðin er í Villers-Cotteret í Aisne-héraði, austur af París. 8. janúar 2015 11:22
Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo. 8. janúar 2015 08:05
Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Samstöðufundur við Franska sendiráðið í dag Skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta með blýanta og kerti til fundarins. 8. janúar 2015 11:50
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
Lögreglumaður lést eftir skotárás suður af París Árásin hafi átt sér stað nærri Porte de Chatillon, suður af París, í morgun. 8. janúar 2015 09:09
Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð. 7. janúar 2015 19:28
„Það geta engin orð lýst því hvað mér er brugðið“ „Ég er fegin í dag að vera ljóshærð kona í París og ekki dökk á hörund,“ segir Elísabet Thorsteinsson, íslensk kona sem býr í París. 7. janúar 2015 18:54
Hafa borið kennsl á árásarmennina í París Óstaðfestar fregnir segja að mennirnir hafi verið handteknir. 7. janúar 2015 21:20
Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Dagur og Ólafur Ragnar senda samúðarkveðjur til Parísar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent kveðju til borgarstjórans í París, Anne Hidalgo. 8. janúar 2015 10:40
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11
Hryðjuverkaárásin fordæmd um allan heim Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. 7. janúar 2015 17:57
Sverrir óttast ekki umræðu í tengslum við Islam Formaður Félags múslima á Íslandi fordæmir morð "sem framin eru af geðsjúklingum í nafni Islam“. 7. janúar 2015 22:24
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00